"Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki“ ingvar haraldsson skrifar 11. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri efast um að nýtt bankahrun sé í uppsiglingu. vísir/anton brink „Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira