Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fylgi flokkanna. Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“ Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“
Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira