Reykjavíkurborg vill ritskoða Hraðfréttir Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2015 10:16 Hver er mesti óvinur landsbyggðarinnar? GÍÍÍÍÍÍSLI MAAAARTEINNNNNN!!! Gamanþáttur RÚV, Hraðfréttir, var á vettvangi með tökulið sitt þegar Skrekkur fór fram nú í vikunni. Í kjölfarið hafði sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, Soffía Pálsdóttir forstöðumaður frístundasviðs, samband við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar og fór fram á að tilteknar tökur yrðu ekki notaðar í þættinum.Gísli Marteinn mesti óvinur landsbyggðarinnarMálið var til umfjöllunar hjá RUV í gær en atriðið sem um ræðir er það að Hraðfréttamenn ávörpuðu troðfullan salinn í Borgarleikhúsinu, en Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, og spurðu: Hver er helsti óvinur landsbyggðarinnar? „GÍSLI MARTEINN!“ hrópuðu grunnskólabörnin, vel með á nótunum. Þetta er vitaskuld með vísan til frétta um viðbrögð landsbyggðafólks við umdeildu tísti sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar. Gunnar segir ekki svara kostnaði að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á öxlum sér.Þakið ætlaði af húsinu „Stundum er sagt í leikhúsunum að þakið hafi ætlað að rifna af húsinu. En, Skrekkur er dásamlegt sjónvarpsefni. Og algerlega magnað að heyra fólk á gunnskólaaldri, í troðfullu Borgarleikhúsi, öskra Gísli Marteinn,“ segir Gunnar Sigurðarson Hraðfréttamaður í samtali við Vísi. Tökurnar voru hugsaðar í dagskrárliðinn Fannar á vettvangi en þeir voru þarna þrír á ferð, Gunnar, Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson auk Steineyjar Skúladóttur. Og var mikil stemmning meðal krakkanna og ekki síst fyrir þessu tiltekna atriði.Verða við kröfum Reykjavíkurborgar„En, svo fengum við einhvern trylling vegna þessa í gær. Ég ræddi við Soffíu og hún sagði að ég mætti ekki sýna þetta. Mér finnst skrítið að einhver sviðstjóri hjá borginni vilji segja fólki hvað megi og ekki í þessum efnum. Ég veit ekki hvað er fössið? Það er enginn æsingur af okkar hálfu. En, ég skil þeirra afstöðu að halda að grínþáttur sé að grínast eitthvað og að krakkarnir hafi ekki vitað að þetta væru Hraðfréttir heldur alvarleikinn uppmálaður,“ segir Gunnar fremur háðskur í bragði.Soffía Pálsdóttir mátti ekki til þess hugsa að tökur Hraðfréttamanna yrðu notaðar í Hraðfréttaþætti RUV.„Krakkarnir sem þarna voru höfðu gaman að þessu. Sjálfur á ég fjögur börn og skil þetta ekki alveg. En, við nennum ekki að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á bakinu. Þá gerum við bara eitthvað annað. En, þetta er leiðinlegt fyrir krakkana. Örugglega fullt af krökkum sem eru spennt að sjá sig í Hraðfréttum,“ segir Gunnar sem vill meina að þetta setji þáttagerðina ekki í uppnám, af nægu efni sé að taka. Og Gísli Marteinn verði þá bara tekin öðrum tökum. Gunnar Hraðfréttamaður segir að hafi þetta farið fyrir brjóstið á einhverjum þá verði þessu bara breytt og ekkert mál með það. „Við nennum ekki einhverju röfli. Borgarlögmaður getur slakað á – ég myndi alltaf sigra lögfræðilegan debatt ef hann vildi fara í slíkt. Allur rétturinn er okkar megin en virðingin og kurteisin líka, annað en Reykjavíkurborg.“ Vísir vildi leita viðbragða hjá Soffíu Pálsdóttur, sem skráð er í bókum Reykjavíkurborgar sem skrifstofustjóri frístundastarfs – fagskrifstofa, við þessum tíðindum en samkvæmt upplýsingum er hún upptekin á fundum í allan dag, fullbókuð til klukkan fimm í dag. Skrekkur Tengdar fréttir Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Gísli Marteinn vill sættast við landsbyggðarfólk og ætlar að passa sig betur í framtíðinni. 12. nóvember 2015 15:15 Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Gamanþáttur RÚV, Hraðfréttir, var á vettvangi með tökulið sitt þegar Skrekkur fór fram nú í vikunni. Í kjölfarið hafði sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, Soffía Pálsdóttir forstöðumaður frístundasviðs, samband við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar og fór fram á að tilteknar tökur yrðu ekki notaðar í þættinum.Gísli Marteinn mesti óvinur landsbyggðarinnarMálið var til umfjöllunar hjá RUV í gær en atriðið sem um ræðir er það að Hraðfréttamenn ávörpuðu troðfullan salinn í Borgarleikhúsinu, en Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar, og spurðu: Hver er helsti óvinur landsbyggðarinnar? „GÍSLI MARTEINN!“ hrópuðu grunnskólabörnin, vel með á nótunum. Þetta er vitaskuld með vísan til frétta um viðbrögð landsbyggðafólks við umdeildu tísti sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar. Gunnar segir ekki svara kostnaði að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á öxlum sér.Þakið ætlaði af húsinu „Stundum er sagt í leikhúsunum að þakið hafi ætlað að rifna af húsinu. En, Skrekkur er dásamlegt sjónvarpsefni. Og algerlega magnað að heyra fólk á gunnskólaaldri, í troðfullu Borgarleikhúsi, öskra Gísli Marteinn,“ segir Gunnar Sigurðarson Hraðfréttamaður í samtali við Vísi. Tökurnar voru hugsaðar í dagskrárliðinn Fannar á vettvangi en þeir voru þarna þrír á ferð, Gunnar, Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson auk Steineyjar Skúladóttur. Og var mikil stemmning meðal krakkanna og ekki síst fyrir þessu tiltekna atriði.Verða við kröfum Reykjavíkurborgar„En, svo fengum við einhvern trylling vegna þessa í gær. Ég ræddi við Soffíu og hún sagði að ég mætti ekki sýna þetta. Mér finnst skrítið að einhver sviðstjóri hjá borginni vilji segja fólki hvað megi og ekki í þessum efnum. Ég veit ekki hvað er fössið? Það er enginn æsingur af okkar hálfu. En, ég skil þeirra afstöðu að halda að grínþáttur sé að grínast eitthvað og að krakkarnir hafi ekki vitað að þetta væru Hraðfréttir heldur alvarleikinn uppmálaður,“ segir Gunnar fremur háðskur í bragði.Soffía Pálsdóttir mátti ekki til þess hugsa að tökur Hraðfréttamanna yrðu notaðar í Hraðfréttaþætti RUV.„Krakkarnir sem þarna voru höfðu gaman að þessu. Sjálfur á ég fjögur börn og skil þetta ekki alveg. En, við nennum ekki að hafa Reykjavíkurborg og einhverja skólastjóra grenjandi á bakinu. Þá gerum við bara eitthvað annað. En, þetta er leiðinlegt fyrir krakkana. Örugglega fullt af krökkum sem eru spennt að sjá sig í Hraðfréttum,“ segir Gunnar sem vill meina að þetta setji þáttagerðina ekki í uppnám, af nægu efni sé að taka. Og Gísli Marteinn verði þá bara tekin öðrum tökum. Gunnar Hraðfréttamaður segir að hafi þetta farið fyrir brjóstið á einhverjum þá verði þessu bara breytt og ekkert mál með það. „Við nennum ekki einhverju röfli. Borgarlögmaður getur slakað á – ég myndi alltaf sigra lögfræðilegan debatt ef hann vildi fara í slíkt. Allur rétturinn er okkar megin en virðingin og kurteisin líka, annað en Reykjavíkurborg.“ Vísir vildi leita viðbragða hjá Soffíu Pálsdóttur, sem skráð er í bókum Reykjavíkurborgar sem skrifstofustjóri frístundastarfs – fagskrifstofa, við þessum tíðindum en samkvæmt upplýsingum er hún upptekin á fundum í allan dag, fullbókuð til klukkan fimm í dag.
Skrekkur Tengdar fréttir Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Gísli Marteinn vill sættast við landsbyggðarfólk og ætlar að passa sig betur í framtíðinni. 12. nóvember 2015 15:15 Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Gísli Marteinn vill sættast við landsbyggðarfólk og ætlar að passa sig betur í framtíðinni. 12. nóvember 2015 15:15
Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33