Ráðherrar fjarverandi umræður um stærstu efnahagsaðgerð íslandssögunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira