Sagði dyravörðum frá meintum nauðgara og var í kjölfarið meinuð innganga á skemmtistaði í borginni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 19:48 Dyraverðirnir á Húrra hafa verið látnir fara, að sögn eiganda staðarins. Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015 Airwaves Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015
Airwaves Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum