Tillaga Íslands samþykkt einróma á þingi IHF Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 12:19 Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu fagna sigri á einu stórmótanna. Vísir/Vilhelm Þing Alþjóðahandknattleikssambandsins var haldið í Sochi í Rússlandi nú um helgina og fulltrúar Íslands á staðnum fengu þingið til að samþykkja lagabreytingartillögu frá Íslandi. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ og Davíð B. Gíslason varaformaður HSÍ sátu þingið fyrir hönd Handknattleikssambands Íslands en þar voru tekin fyrir hefðbundin aðalfundastörf IHF eins og ávallt er gert á tveggja ára fresti. Meðal annars eru teknar fyrir tillögur frá álfusamböndum eins og Handknattleikssambands Evrópu (EHF) en einnig má bera fram tillögur einstakra sérsambanda líkt og HSÍ í þessu tilfelli. „Í ljósi atburða í aðdraganda síðustu heimsmeistarakeppni (HM í Katar 2015) og gagnrýni HSÍ á huglæga ákvarðanatöku IHF við val á þátttökuþjóðum í HM í Katar, lagði HSÍ fram breytingartillögur á aðalreglum IHF í því skyni að tryggja að ákvarðanir IHF verði teknar af hlutlægum sjónarmiðum og ekki væri hægt að breyta reglum eftir að keppni væri hafin. Þessar breytingar voru samþykktar af þingfulltrúum IHF einróma," segir í frétt á heimasíðu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði í samtalið við heimasíðu HSÍ að hér sé um mikla breytingu á lögum IHF að ræða. „Með þessum breytingartillögum var verið að fylgja eftir sjónarmiðum HSÍ í þeim ágreiningi sem sambandið átti í við IHF fyrir HM í Katar og með samþykkt þeirra teljum við að komið sé í veg fyrir geðþóttaákvarðanir við val á þátttökuþjóðum í heimsmeistarakeppni," sagði Guðmundur í fréttinni á hsi.is. Það var þó ekki hundrað prósent árangur hjá íslensku sendinefndinni því hin tillaga Handknattleikssambands Íslands var felld. „HSÍ lagði jafnframt fram tillögu fyrir þingið um að ekki væri hægt að meina liði þátttöku frá HM vegna getamunar, eftir að það hafi tryggt sér þátttökurétt skv. reglum IHF. Þessi tillaga mætti andstöðu stjórnar IHF með þeim rökum að þeir vildu geta tryggt gæði leikja á HM og var þessi tillaga því felld eftir þó nokkrar umræður," segir í fréttinni á hsi.is. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Þing Alþjóðahandknattleikssambandsins var haldið í Sochi í Rússlandi nú um helgina og fulltrúar Íslands á staðnum fengu þingið til að samþykkja lagabreytingartillögu frá Íslandi. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ og Davíð B. Gíslason varaformaður HSÍ sátu þingið fyrir hönd Handknattleikssambands Íslands en þar voru tekin fyrir hefðbundin aðalfundastörf IHF eins og ávallt er gert á tveggja ára fresti. Meðal annars eru teknar fyrir tillögur frá álfusamböndum eins og Handknattleikssambands Evrópu (EHF) en einnig má bera fram tillögur einstakra sérsambanda líkt og HSÍ í þessu tilfelli. „Í ljósi atburða í aðdraganda síðustu heimsmeistarakeppni (HM í Katar 2015) og gagnrýni HSÍ á huglæga ákvarðanatöku IHF við val á þátttökuþjóðum í HM í Katar, lagði HSÍ fram breytingartillögur á aðalreglum IHF í því skyni að tryggja að ákvarðanir IHF verði teknar af hlutlægum sjónarmiðum og ekki væri hægt að breyta reglum eftir að keppni væri hafin. Þessar breytingar voru samþykktar af þingfulltrúum IHF einróma," segir í frétt á heimasíðu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði í samtalið við heimasíðu HSÍ að hér sé um mikla breytingu á lögum IHF að ræða. „Með þessum breytingartillögum var verið að fylgja eftir sjónarmiðum HSÍ í þeim ágreiningi sem sambandið átti í við IHF fyrir HM í Katar og með samþykkt þeirra teljum við að komið sé í veg fyrir geðþóttaákvarðanir við val á þátttökuþjóðum í heimsmeistarakeppni," sagði Guðmundur í fréttinni á hsi.is. Það var þó ekki hundrað prósent árangur hjá íslensku sendinefndinni því hin tillaga Handknattleikssambands Íslands var felld. „HSÍ lagði jafnframt fram tillögu fyrir þingið um að ekki væri hægt að meina liði þátttöku frá HM vegna getamunar, eftir að það hafi tryggt sér þátttökurétt skv. reglum IHF. Þessi tillaga mætti andstöðu stjórnar IHF með þeim rökum að þeir vildu geta tryggt gæði leikja á HM og var þessi tillaga því felld eftir þó nokkrar umræður," segir í fréttinni á hsi.is.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30
Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53
Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00
Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07
Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00