Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV ingvar haraldsson skrifar 30. október 2015 10:15 Illugi Gunnarsson menntamálráðherra vill hlutverk RÚV sem minnst á auglýsingamarkaði. vísir/vilhelm Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi. Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi.
Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40
Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00