Ólöf búin að funda með öllum umsækjendunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2015 16:30 Frá vinstri: Ólafur Þór Hauksson, Bryndís Kristjánsdóttir, Björn Þorvaldsson, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Jón H.B. Snorrason. Vísir Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15
Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00
Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00