Ólöf búin að funda með öllum umsækjendunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2015 16:30 Frá vinstri: Ólafur Þór Hauksson, Bryndís Kristjánsdóttir, Björn Þorvaldsson, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Jón H.B. Snorrason. Vísir Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15
Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00
Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00