Steingrímur segir fjármögnun Vaðlaheiðarganga sérstakt tilvik Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2015 07:00 Steingrímur hefur ekki lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hafi hinsvegar samþykkt að taka ríkisábyrgðarlög úr sambandi við fjármögnun ganganna vísir/auðunn Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is
Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira