Steingrímur segir fjármögnun Vaðlaheiðarganga sérstakt tilvik Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2015 07:00 Steingrímur hefur ekki lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hafi hinsvegar samþykkt að taka ríkisábyrgðarlög úr sambandi við fjármögnun ganganna vísir/auðunn Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is
Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira