Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson bar ósigur úr býtum í nokkrum málum á fundinum, meðal annars tengdum verðtryggingunni. En hann var endurkjörinn formaður með 96 prósent atkvæða. Fréttablaðið/Stefán Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu. Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu.
Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira