Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson bar ósigur úr býtum í nokkrum málum á fundinum, meðal annars tengdum verðtryggingunni. En hann var endurkjörinn formaður með 96 prósent atkvæða. Fréttablaðið/Stefán Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu. Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Áhersla á konur var augljós í öllum undirbúningi fyrir fundinn en myndir af nokkrum fyrrverandi kvenráðherrum flokksins héngu flennistórar í Laugardalshöll. Á milli dagskrárliða var spilað myndband með ungum konum í flokknum þar sem þær sögðu sína skoðun á stjórnmálum dagsins í dag. En fundurinn sjálfur var bókstaflega tekinn yfir af ungum sjálfstæðismönnum og þeirra sjónarmiðum. Samband ungra sjálfstæðismanna mætti gríðarlega vel undirbúið á fundinn og gekk sem ein heild inn í málefnanefndir með breytingartillögur. Þær breytingartillögur voru í 89 prósent tilfella samþykktar úr nefnd. Og ræðumönnum varð nær öllum tíðrætt um að lausnin á sögulega slæmu fylgi flokksins væri framgangur ungs fólks. Það var engu líkara en eldra fólkið í flokknum drægi sig í hlé gagnvart vel skipulögðum ungliðum. Það voru fáar mótbárur við frjálslyndum tillögum þeirra þó að einstaka hnuss heyrðist í eldra fólki sem þó var tilbúið að viðurkenna ósigur sinn. Bjarni Benediktsson samþykkti tillögur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars í gjaldmiðlamálum. Hann lagði til málamiðlunartillögu við einarðlega stefnu Efnahags- og viðskiptanefndar um að hefja ætti undirbúning að upptöku annars gjaldmiðils en krónu. Tillaga Bjarna hljóðaði svo að skoða ætti til þrautar að taka upp mynt sem væri gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað krónunnar. Þar var ljóst að Bjarni talaði gegn eigin sannfæringu, eða stefnu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina.vísir/stefánUng kona breikkar ásýnd flokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom öllum á óvart þegar hún bauð sig fram á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni í embætti ritara flokksins. Guðlaugur dró framboð sitt til baka við tíðindin. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Áslaug segist ekki búin að ákveða sig hvort hún nýti starfið sem stökkpall í næstu alþingiskosningum. „Ég er núna að hugsa um framtíðina, hvernig fólk getur haft trú á stjórnmálum og að koma sjálfstæðishugsjóninni, sem ég hef svo mikla trú á, áfram.“ Áslaug hlaut 92 prósent atkvæða og táraðist í þakkarræðu sinni.Flokkurinn klofinn í tollamálumFlokkurinn er algjörlega klofinn í afstöðu sinni til tolla á innflutta landbúnaðarvöru. Á öðrum vængnum ganga ungir sjálfstæðismenn fremstir í flokki þeirra sem vilja afnema alla tolla á innflutt matvæli. Fyrir fundinum lá tillaga um að afnema tolla á fjórum árum. Á hinum vængnum eru bændur og eldri kynslóð sjálfstæðismanna. Það var Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sem fyrstur veitti tillögunni andspyrnu. Hann vildi fella tillögur þeirra út í heild sinni sem meðal annars kváðu á um að endurskoða ætti búvörulög og að samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Þungavigtarmenn í sögu Sjálfstæðisflokksins, eins og Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tóku undir með Ara. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, leysti málið með málamiðlunartillögu þess efnis að tollaafnámið á fjórum árum færi út. Það var samþykkt, en ljóst var að bændur voru ekki að fá það sem þeir vildu.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira