Þegar rökin skortir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. október 2015 07:00 Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun