28 ára strákur tekur við liði í Bundesligunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 17:00 Julian Nagelsmann. Vísir/Getty Julian Nagelsmann mun stýra þýska úrvalsdeildarliðinu TSG 1899 Hoffenheim frá og með næsta tímabili en hann er bara 28 ára gamall. TSG 1899 Hoffenheim er eflaust þekktast á Íslandi fyrir að vera það lið sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með og skoraði 9 mörk fyrir tímabilið 2010-11. Hoffenheim rak Markus Gisdol í gær og hinn 61 árs gamli Hollendingur Huub Stevens mun stýra liðinu út tímabilið. Hoffenheim situr eins og er í fallsæti (17. sæti af 18 liðum) og svo gæti farið að nýji þjálfari þurfi að byrja með liðið í b-deildinni. Verði liðið hinsvegar áfram í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili þá mun Julian Nagelsmann verða yngsti þjálfari deildarinnar frá upphafi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er hugrekki að taka þetta skref. Hann er bara svo efnilegur þjálfari að við viljum gefa honum þetta tækifæri," sagði Alexander Rosen, yfirmaður íþróttamála hjá Hoffenheim. Julian Nagelsmann mun klára tímabilið sem þjálfari 19 ára lið félagsins á meðan hann er hann að öðlast þau þjálfararéttindi sem hann þarf á að halda fyrir starfið hjá aðalliðinu. Julian Nagelsmann er fæddur 23. júlí 1987 eða rúmu ári eftir að Diego Maradona skoraði með hendi á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986. Fótboltaferli hans lauk við 22 ára aldur og hann hefur þjálfað yngri lið TSG 1899 Hoffenheim frá 2010. Nagelsmann fékk að kynnast aðeins starfinu með aðalliðinu þegar hann var aðstoðarþjálfari aðalliðsins tímabilið 2012 til 2013. Nagelsmann gerði 19 ára lið Hoffenheim að þýskum meisturum árið 2014 og liðið varð síðan í öðru sæti á síðasta tímabili.Julian NagelsmannVísir/Getty Þýski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Julian Nagelsmann mun stýra þýska úrvalsdeildarliðinu TSG 1899 Hoffenheim frá og með næsta tímabili en hann er bara 28 ára gamall. TSG 1899 Hoffenheim er eflaust þekktast á Íslandi fyrir að vera það lið sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með og skoraði 9 mörk fyrir tímabilið 2010-11. Hoffenheim rak Markus Gisdol í gær og hinn 61 árs gamli Hollendingur Huub Stevens mun stýra liðinu út tímabilið. Hoffenheim situr eins og er í fallsæti (17. sæti af 18 liðum) og svo gæti farið að nýji þjálfari þurfi að byrja með liðið í b-deildinni. Verði liðið hinsvegar áfram í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili þá mun Julian Nagelsmann verða yngsti þjálfari deildarinnar frá upphafi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er hugrekki að taka þetta skref. Hann er bara svo efnilegur þjálfari að við viljum gefa honum þetta tækifæri," sagði Alexander Rosen, yfirmaður íþróttamála hjá Hoffenheim. Julian Nagelsmann mun klára tímabilið sem þjálfari 19 ára lið félagsins á meðan hann er hann að öðlast þau þjálfararéttindi sem hann þarf á að halda fyrir starfið hjá aðalliðinu. Julian Nagelsmann er fæddur 23. júlí 1987 eða rúmu ári eftir að Diego Maradona skoraði með hendi á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986. Fótboltaferli hans lauk við 22 ára aldur og hann hefur þjálfað yngri lið TSG 1899 Hoffenheim frá 2010. Nagelsmann fékk að kynnast aðeins starfinu með aðalliðinu þegar hann var aðstoðarþjálfari aðalliðsins tímabilið 2012 til 2013. Nagelsmann gerði 19 ára lið Hoffenheim að þýskum meisturum árið 2014 og liðið varð síðan í öðru sæti á síðasta tímabili.Julian NagelsmannVísir/Getty
Þýski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira