Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2015 10:25 Ragnheiður Elín og Grímur Sæmundsson þegar Stjórnstöð ferðamála var kynnt til leiks í síðustu viku. Kostnaður við stöðina er metin um 140 milljónir króna á ári. Vísir/Pjetur Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrum ráðherra, segir að Stjórnstöð ferðamála, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kynnti til leiks í liðinni viku, leysi á engan hátt strúktúrvanda ferðaþjónustunnar. Enn séu öll grundvallaratriðin jafnóleyst og áður, s.s. um gjaldtöku fyrir aðgengi. Til staðar nú þegar sé Ferðamálastofa sem sinni lögbundnum verkefnum á sviði ferðamála. Nú bætist við Stjórnstöð ferðamála og óljóst er hvernig stofnanirnar tvær eigi að vinna saman eða verkaskipting verði þeirra á milli. „Það virðist vera að í stað þess að taka vel til í rekstri stofnana, þá er verkum úthýst með nýrri stofnun eða nýju apparati, þetta er er mjög víðsjárvert þegar við leggjum allt kapp á að sýna ráðdeild og sparnað í rekstri,“ sagði Vigdís í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir Össur í færslu á Facebook í morgun. Þingmaðurinn hefur verið gagnrýninn á störf Ragnheiðar Elínar og kallar nýjasta útspil hennar „enn eitt flopp“ ráðherrans.Enn eitt 'flopp“ Ragnheiðar Elínar Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, October 12, 2015„Það var tær snilld hjá henni að leysa vandamál ferðaþjónustunnar í eitt skipti fyrir öll með því að búa til nýja ríkisstofnun, Stjórnstöð ferðamála. Það þarf sérstakan brilljans til að koma auga á að einfaldasta lausnin var vitaskuld að koma á fót nýrri stofnun við hliðina á Ferðamálastofu, sem Ragnheiður stýrir hvort eð er líka,“ sagði Össur í síðustu viku.„Það þarf að lágmarki tvær ríkisstofnanir til sinna þessu sama en erfiða verkefni. Ef tvær duga ekki má alltaf stofna þá þriðju. Ég geri að tillögu minni að landsfundurinn verðlauni Ragnheiði Elínu með því að kjósa hana „starfsmann mánaðarins“ þó ekki væri nema fyrir að hafa sýnt í verki hvað Sjálfstæðisflokkurinn á við með slagorðinu „Báknið burt.“Það er aðdáunarvert hvernig Ragnheiður Elín ferðamálaráðherra nær að brillera viku eftir viku. Það var tær snilld hjá...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, October 7, 2015Þá hefur ekki síður verið gagnrýnd sú ákvörðun að skipa Hörð Þórhallsson sem framkvæmdastjóra Stjórnstöðvarinnar. Starfið var ekki auglýst en starf hans er til sex mánaða hið minnsta. Laun hans eru 1950 þúsund krónur á mánuði sem eru með því allra hæsta sem gerist hjá starfsemi á vegum ríkisins. Er um verktakagreiðslu að ræða. Athygli vekur að Hörður hefur enga starfsreynslu á sviði ferðamála en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Actavis. „Það eina sem er þó kýrskýrt er að Stjórnstöðin verður rekin af flokksbróður ráðherrans og landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vitaskuld var ráðinn án auglýsingar. Fyrir það fær flokksbróðirinn 2 milljónir á mánuði. Það er nokkuð vel í lagt í ljósi þess að hann þekkir hvorki haus né sporð á ferðamálum en er hins vegar sérfræðingur í markaðssetningu hermilyfja!“Vísar Össur til þess að samkvæmt heimildum Stundarninnar er Hörður á leið á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem aðeins flokksmenn mega sitja. Þá birtir Stundin mynd frá árinu 2013 þar sem Hörður sést á snæðingi með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, og Þórði Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir það neitar Hörður fyrir tengsl við flokkinn.Uppfært klukkan 13:45Kjarninn greinir frá því að Hörður þvertaki fyrir að vera á leiðinni á landsfund Sjálfstæðisflokksins.Uppfært klukkan 18:27 Rétt er að halda því til haga að Hörður fær greitt sem verktaki en ekki launþegi. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrum ráðherra, segir að Stjórnstöð ferðamála, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kynnti til leiks í liðinni viku, leysi á engan hátt strúktúrvanda ferðaþjónustunnar. Enn séu öll grundvallaratriðin jafnóleyst og áður, s.s. um gjaldtöku fyrir aðgengi. Til staðar nú þegar sé Ferðamálastofa sem sinni lögbundnum verkefnum á sviði ferðamála. Nú bætist við Stjórnstöð ferðamála og óljóst er hvernig stofnanirnar tvær eigi að vinna saman eða verkaskipting verði þeirra á milli. „Það virðist vera að í stað þess að taka vel til í rekstri stofnana, þá er verkum úthýst með nýrri stofnun eða nýju apparati, þetta er er mjög víðsjárvert þegar við leggjum allt kapp á að sýna ráðdeild og sparnað í rekstri,“ sagði Vigdís í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir Össur í færslu á Facebook í morgun. Þingmaðurinn hefur verið gagnrýninn á störf Ragnheiðar Elínar og kallar nýjasta útspil hennar „enn eitt flopp“ ráðherrans.Enn eitt 'flopp“ Ragnheiðar Elínar Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, October 12, 2015„Það var tær snilld hjá henni að leysa vandamál ferðaþjónustunnar í eitt skipti fyrir öll með því að búa til nýja ríkisstofnun, Stjórnstöð ferðamála. Það þarf sérstakan brilljans til að koma auga á að einfaldasta lausnin var vitaskuld að koma á fót nýrri stofnun við hliðina á Ferðamálastofu, sem Ragnheiður stýrir hvort eð er líka,“ sagði Össur í síðustu viku.„Það þarf að lágmarki tvær ríkisstofnanir til sinna þessu sama en erfiða verkefni. Ef tvær duga ekki má alltaf stofna þá þriðju. Ég geri að tillögu minni að landsfundurinn verðlauni Ragnheiði Elínu með því að kjósa hana „starfsmann mánaðarins“ þó ekki væri nema fyrir að hafa sýnt í verki hvað Sjálfstæðisflokkurinn á við með slagorðinu „Báknið burt.“Það er aðdáunarvert hvernig Ragnheiður Elín ferðamálaráðherra nær að brillera viku eftir viku. Það var tær snilld hjá...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, October 7, 2015Þá hefur ekki síður verið gagnrýnd sú ákvörðun að skipa Hörð Þórhallsson sem framkvæmdastjóra Stjórnstöðvarinnar. Starfið var ekki auglýst en starf hans er til sex mánaða hið minnsta. Laun hans eru 1950 þúsund krónur á mánuði sem eru með því allra hæsta sem gerist hjá starfsemi á vegum ríkisins. Er um verktakagreiðslu að ræða. Athygli vekur að Hörður hefur enga starfsreynslu á sviði ferðamála en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Actavis. „Það eina sem er þó kýrskýrt er að Stjórnstöðin verður rekin af flokksbróður ráðherrans og landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vitaskuld var ráðinn án auglýsingar. Fyrir það fær flokksbróðirinn 2 milljónir á mánuði. Það er nokkuð vel í lagt í ljósi þess að hann þekkir hvorki haus né sporð á ferðamálum en er hins vegar sérfræðingur í markaðssetningu hermilyfja!“Vísar Össur til þess að samkvæmt heimildum Stundarninnar er Hörður á leið á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem aðeins flokksmenn mega sitja. Þá birtir Stundin mynd frá árinu 2013 þar sem Hörður sést á snæðingi með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, og Þórði Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir það neitar Hörður fyrir tengsl við flokkinn.Uppfært klukkan 13:45Kjarninn greinir frá því að Hörður þvertaki fyrir að vera á leiðinni á landsfund Sjálfstæðisflokksins.Uppfært klukkan 18:27 Rétt er að halda því til haga að Hörður fær greitt sem verktaki en ekki launþegi.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53
Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00
Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00