Örfá orð um framlag okkar til Feneyjatvíæringsins Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius skrifar 13. október 2015 07:00 Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun