„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 14:18 Sigmundur Davíð hraðaði sér úr sæti sínu þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu út í fyrirhugað afnám verðtryggingar. „Er hann að éta köku enn eina ferðina?“ spurði Helgi Hjörvar. visir/Daníel Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“
Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira