Meniga hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir jákvæð samfélagsleg áhrif Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:17 Georg Lúðvíksson er forstjóri Meniga. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi." Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi."
Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira