Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. október 2015 12:23 Illugi við heimli sitt á Ránargötu í Reykjavík. Vísir/Anton Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira