Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 15:17 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur eignarhaldsfélaginu OG Capital ehf. eftir að hafa tekið sæti sem ráðherra og eftir að hann var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórn Xianyang, sem fram fór í Reykjavík í desember 2013. OG Capital ehf. var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, samkvæmt ársreikningum félagins. Illugi greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að hann leigi hús sitt af Hauki. Tengsl Illuga við Orku Energy, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið talsvert rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Að því er fram kemur í fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt þann 27. júlí árið 2014 en afhendingardagur er skráður um hálfu ári áður, 31. desember 2013. Stuttu fyrir afhendingardaginn, í desember árið 2013, var Illugi viðstaddur undirritun samninga á milli Orku Energy og yfirvalda í Xianyang héraði á Hótel Nordica í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ársreikningum OG Capital var fasteignin keypt fyrir 53.5 milljónir króna en í sama ársreikningi kemur fram að félagið hafi yfirtekið lán að verðmæti 34.5 milljónir og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Ekki er að sjá að önnur starfsemi hafi verið í félaginu árið 2013 en sú er varðar kaup félagsins á íbúð Illuga. Ekki hefur náðst í Illuga í dag vegna málsins en þær skýringar fengist að hann sé á leið á fund Norðurlandaráðs. Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur eignarhaldsfélaginu OG Capital ehf. eftir að hafa tekið sæti sem ráðherra og eftir að hann var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórn Xianyang, sem fram fór í Reykjavík í desember 2013. OG Capital ehf. var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, samkvæmt ársreikningum félagins. Illugi greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að hann leigi hús sitt af Hauki. Tengsl Illuga við Orku Energy, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið talsvert rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Að því er fram kemur í fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt þann 27. júlí árið 2014 en afhendingardagur er skráður um hálfu ári áður, 31. desember 2013. Stuttu fyrir afhendingardaginn, í desember árið 2013, var Illugi viðstaddur undirritun samninga á milli Orku Energy og yfirvalda í Xianyang héraði á Hótel Nordica í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ársreikningum OG Capital var fasteignin keypt fyrir 53.5 milljónir króna en í sama ársreikningi kemur fram að félagið hafi yfirtekið lán að verðmæti 34.5 milljónir og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Ekki er að sjá að önnur starfsemi hafi verið í félaginu árið 2013 en sú er varðar kaup félagsins á íbúð Illuga. Ekki hefur náðst í Illuga í dag vegna málsins en þær skýringar fengist að hann sé á leið á fund Norðurlandaráðs.
Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57