Íslendingar áfram með æði fyrir iPhonesímum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 08:00 Rose Gold liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. nordicphotos/getty Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland. Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland.
Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira