Segir ekki koma til greina að skattgreiðendur borgi fyrir skussana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2015 12:05 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Andri Marinó Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira