Hælisleitandi grét í Hæstarétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2015 07:00 Martin Obolo hælisleitandi fær ekki hæli hér. vísir/pjetur „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira