Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Stefán Árni Pálsson í Víkinni skrifar 4. október 2015 18:15 Úr leik liðanna í dag. vísir/Vilhelm Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“ Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira