Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Stefán Árni Pálsson í Víkinni skrifar 4. október 2015 18:15 Úr leik liðanna í dag. vísir/Vilhelm Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“ Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita