Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Stefán Árni Pálsson í Víkinni skrifar 4. október 2015 18:15 Úr leik liðanna í dag. vísir/Vilhelm Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“ Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“
Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira