Starfshópur ráðherra: Leggja til að foreldrar geti samið um skipta búsetu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2015 11:09 Skipt búseta verður skráð í Þjóðskrá Íslands nái tillögur starfshópsins í gegn. Vísir/Getty Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015. Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015.
Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira