Morkunas enn með allt lokað og læst í markinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 10:30 Giedrius Morkunas er besti markvörður Olís-deildarinnar í dag. vísir/stefán Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita