"Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. september 2015 16:48 Mynd/Skjáskot Eldfjall haturs spúir úr ráðhúsi Reykjavíkur hefur Ísraelski miðillinn Ynet eftir Emanuel Nachson, embættismanni Ísraelska utanríkisráðuneytisins. Miðlarnir Haaretz og Times of Israel greina einnig frá samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að fela innkauparáði borgarinnar að móta stefnu sem hefði það að markmiði að sniðganga varning frá Ísrael. Nachson liggur ekki á skoðunum sínum en hann segir að samþykktin sé sprottin út frá hreinræktuðu hatri.Björk VilhelmsdóttirVísir/Vilhelm„Það er engin ástæða eða réttlæting fyrir þessari ákvörðun, fyrir utan við haturinn sjálfan, sem felur í sér að sniðganga Ísrael, ríki gyðinga,“ segir hann. „Við vonum að einhver á Íslandi muni vakna til lífsins og stöðva þessa blindu og einhliða málflutning sem er beint að eina lýðræðisríkinu í Mið-Austurlöndum, Ísrael.“ Borgarstjórn samþykkti í gær tillöguna sem var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær.Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússonvísir/vilhelmKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er efins um að tillagan skili tilætluðum árangri en Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn henni. „Mannréttindabrot eru fram af fjölmörgum ríkjum víðs vegar um heim,„ segir hann “Ef borgarfulltrúar kjósa að sniðganga vörur frá einu landi vegna mannréttindabrota þar, hljóta þeir að vera sjálfum sér samkvæmir og beita sér fyrir sams konar sniðgöngu gagnvart öðrum þjóðum þar sem mannréttindabrot eru framin.“ Kjartan segist efins um að viðskiptabönn skili almennt tilætluðum árangri heldur séu frjáls viðskipti besta leiðin til að efla samskipti, efla mannréttindi og skilning ríkja á milli. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Eldfjall haturs spúir úr ráðhúsi Reykjavíkur hefur Ísraelski miðillinn Ynet eftir Emanuel Nachson, embættismanni Ísraelska utanríkisráðuneytisins. Miðlarnir Haaretz og Times of Israel greina einnig frá samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að fela innkauparáði borgarinnar að móta stefnu sem hefði það að markmiði að sniðganga varning frá Ísrael. Nachson liggur ekki á skoðunum sínum en hann segir að samþykktin sé sprottin út frá hreinræktuðu hatri.Björk VilhelmsdóttirVísir/Vilhelm„Það er engin ástæða eða réttlæting fyrir þessari ákvörðun, fyrir utan við haturinn sjálfan, sem felur í sér að sniðganga Ísrael, ríki gyðinga,“ segir hann. „Við vonum að einhver á Íslandi muni vakna til lífsins og stöðva þessa blindu og einhliða málflutning sem er beint að eina lýðræðisríkinu í Mið-Austurlöndum, Ísrael.“ Borgarstjórn samþykkti í gær tillöguna sem var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær.Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússonvísir/vilhelmKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er efins um að tillagan skili tilætluðum árangri en Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn henni. „Mannréttindabrot eru fram af fjölmörgum ríkjum víðs vegar um heim,„ segir hann “Ef borgarfulltrúar kjósa að sniðganga vörur frá einu landi vegna mannréttindabrota þar, hljóta þeir að vera sjálfum sér samkvæmir og beita sér fyrir sams konar sniðgöngu gagnvart öðrum þjóðum þar sem mannréttindabrot eru framin.“ Kjartan segist efins um að viðskiptabönn skili almennt tilætluðum árangri heldur séu frjáls viðskipti besta leiðin til að efla samskipti, efla mannréttindi og skilning ríkja á milli.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira