Opið bréf til 10. bekkjar Salaskóla Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. september 2015 07:00 Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar