Opið bréf til 10. bekkjar Salaskóla Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. september 2015 07:00 Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun