FTT undrast afstöðu Pírata gagnvart höfundarréttinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 23:30 Félag tónskálda og textahöfunda er ekki sátt við afstöðu þingmanna Pírata gagnvart höfundarréttinum. Vísir Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015 Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00