Lögregla í Slóveníu beitti piparúða gegn flóttafólki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. september 2015 11:16 Ungverjar saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð. Vísir/EPA Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru strandaglópar í Króatíu. Fjölmargir freista þess nú að komast í gegnum landið til að halda leið sinni norður inn í Evrópu, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í Króatíu, Slóveníu og Ungverjalandi til að koma í veg fyrir það. Lögreglumenn í Slóveníu beittu piparúða gegn hópi flóttamanna í gærkvöld þegar fólkið reyndi að reyndi komast yfir landamærin frá Króatíu. Yfirvöld í Ungverjalandi saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þúsundir flóttamanna, sem freista þess að komast til Austurríkis og Þýskalands í gegnum Balkanskaga, hafi gist á lestarstöðum og jafnvel undir berum himni við þjóðvegi og landamærastöðvar. Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur hingað til algjörlega mistekist að koma á samkomulagi um hvernig skuli takast á við vandann. Þannig hafa lönd eins og Ungverjaland, Slóvenía og Króatía, sem er eitt af fátækustu löndum sambandsins, gripið til þess að takmarka straum flóttafólks yfir landamæri sín eða hreinlega loka þeim líkt og Ungverjaland hefur nú gert. Þarlend yfirvöld tilkynntu í morgun að búið væri að reisa grindverk og draga gaddavír meðfram rúmlega fjörutíu kílómetra löngum landamærum landsins að Króatíu. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, hefur hælisumsóknum fjölgað um áttatíu og fimm prósent í sambandinu frá sama tíma á síðasta ári. Í gögnum Eurostat kemur fram að heildarfjöldi hælisumsóknar á öðrum ársfjórðungi tvö þúsund og fimmtán nam tvö hundruð og þrettán þúsund. Evrópusambandið hefur boðað til neyðarfundar vegna flóttamannavandans og mun hann fara fram næstkomandi miðvikudag. Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00 Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34 Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru strandaglópar í Króatíu. Fjölmargir freista þess nú að komast í gegnum landið til að halda leið sinni norður inn í Evrópu, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í Króatíu, Slóveníu og Ungverjalandi til að koma í veg fyrir það. Lögreglumenn í Slóveníu beittu piparúða gegn hópi flóttamanna í gærkvöld þegar fólkið reyndi að reyndi komast yfir landamærin frá Króatíu. Yfirvöld í Ungverjalandi saka króatísk stjórnvöld um að brotið alþjóðalög þegar hælisleitendur voru fluttir yfir landamærin að Króatíu, áður en fólkið var skráð.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þúsundir flóttamanna, sem freista þess að komast til Austurríkis og Þýskalands í gegnum Balkanskaga, hafi gist á lestarstöðum og jafnvel undir berum himni við þjóðvegi og landamærastöðvar. Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur hingað til algjörlega mistekist að koma á samkomulagi um hvernig skuli takast á við vandann. Þannig hafa lönd eins og Ungverjaland, Slóvenía og Króatía, sem er eitt af fátækustu löndum sambandsins, gripið til þess að takmarka straum flóttafólks yfir landamæri sín eða hreinlega loka þeim líkt og Ungverjaland hefur nú gert. Þarlend yfirvöld tilkynntu í morgun að búið væri að reisa grindverk og draga gaddavír meðfram rúmlega fjörutíu kílómetra löngum landamærum landsins að Króatíu. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, hefur hælisumsóknum fjölgað um áttatíu og fimm prósent í sambandinu frá sama tíma á síðasta ári. Í gögnum Eurostat kemur fram að heildarfjöldi hælisumsóknar á öðrum ársfjórðungi tvö þúsund og fimmtán nam tvö hundruð og þrettán þúsund. Evrópusambandið hefur boðað til neyðarfundar vegna flóttamannavandans og mun hann fara fram næstkomandi miðvikudag.
Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00 Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34 Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands. 18. september 2015 07:00
Forsætisráðherra Króatíu segir að landið geti ekki tekið við fleirum Króatía varð leið eitt fyrir flóttamenn í vikunni eftir að Ungverjar lokuðu landamærum sínum. 18. september 2015 16:34
Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150. 18. september 2015 21:00
Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32