Enski boltinn

Hodgson: Getum nýtt síðustu leikina í tilraunastarfsemi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hodgson gefur skipanir á hliðarlínunni í gær.
Hodgson gefur skipanir á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir að hann geti nýtt síðustu þrjá leikina í undankeppni fyrir EM í Frakklandi næsta sumar í tilraunastarfsemi.

England tryggði sig á EM með 6-0 sigri á San Marinó í gærkvöldi, en England er á toppi riðilsins með 21 stig eftir leikina sjö sem búnir eru.

„Ég er ekki viss um að sú staðreynd að tryggja sig svona snemma inná mótið gefi okkur ekki mikið forskot. Við þurfum að halda áfram að vinna eftir okkar plani og halda áfram að bæta okkur," sagði Hodgson við fjölmiðla.

„Það sem þetta gefur okkur er að við eigum möguleika á að fara í tilraunastarfsemi því við þurfum ekki að vinna síðustu tvo leikina eins og þegar við tryggðum okkur til Brasilíu."

Jonjo Shelvey, miðjumaður Swansea, spilaði sinn fyrsta A-landsleik í lengri, lengri tíma og stóð sig með prýði. Hodgson var ánægður með samherja Gylfa Þórs hjá Swansea.

„Mér fannst Jonjo sýna gífurlegan þroska. Við vitum öll hvað hann getur gert með sínum sendingum, en hann var einnig gífurlega öruggur í sinni stöðu. Hann var frábær," en Shelvey var ánægður með sinn fyrsta landsleik í yfir þúsund daga.

„Það er alltaf gaman að fara í ensku landsliðstreyjuna og á hæsta stigi sem þú getur komist á. Þetta var mikill heiður að byrja leikinn og vonandi verða þeir miklu fleiri í framtíðinni," sagði þessi fyrrum miðjumaður Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×