Við getum múltitaskað Þórir Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Sjá meira
Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun