Enski boltinn

Pedro varaður við harðstjóranum Van Gaal og hætti við að koma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro Rodríguez með Andrés Iniesta.
Pedro Rodríguez með Andrés Iniesta. Vísir/Getty
Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United.

Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár.

Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því.

Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United.

Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.

Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United

Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins.

Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu.

De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.

Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar

Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×