Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: "Ofboðslegt kjaftshögg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2015 21:45 „Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“ Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
„Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“
Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15
Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03