Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: "Ofboðslegt kjaftshögg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2015 21:45 „Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“ Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Annaðhvort gefst maður upp og leggst undir sæng en við tókum þann pólinn strax að ætla að sigrast á þessu og taka þetta svolítið með hnefunum,“ segir Olga Færseth, fyrrverandi landliðskona í knattspyrnu í Íslandi í dag. Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir hennar og Pálínu Guðrúnar Bragadóttir greindist fyrr í sumar með illkynja krabbameinsæxsli í rasskinn. Kolfinna Rán greindist með krabbamein í lok júní eftir að Olga og Pálína fundu á rass hennar bólgu sem þær héldu fyrst að Kolfinna hefði fengið við fall. Eftir að bólgan hjaðnaði ekki leituðu þær til lækna. Niðurstaðan var illkynja krabbamein og segir Olga að það hafi verið mikið áfall að fá fréttirnar. „Við erum með alheilbrigða stelpu sem hefur varla veikst og er alveg rosalega öflug. Maður heldur bara að hún hafi dottið á bossann, það er engar aðrar bjöllur sem kveikja á því að þetta gæti verið eitthvað meira. Þetta var ofboðslegt kjaftshögg.“ Hafa safnað nærri tveimur milljónum fyrir SKBKolfinna Rán í veiðiferðOlga FærsethKolfinna Rán hefur verið í lyfjameðferð sem tekur sex mánuði og þótt að hún eigi erfiða daga inn á milli sýnir hún mikinn styrk þrátt fyrir ungan aldur. „Hún er alveg ótrúleg. Hún tekur bara einn dag fyrir í einu. Börn eru þannig að þau eru ekkert að spá hversu veik verð ég eftir viku eða mánuð. Hún er bara alveg ótrúlega sterk.“ Olga og Pálína hafa stofnað hlaupahóp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn sem ber heitið Áfram Kolfinna Rán. Hópurinn hefur þegar safnað tæplega tveimur milljónum krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Olga hvetur alla til þess að leggja sitt af mörkum og styrkja góð málefni. „Við viljum bara hvetja fólk til að fara inn á www.hlaupastyrkur.is. Ég er ekki að biðja fólk endilega um að styrkja okkur. Þar eru fullt af flottum málefnum og þar getur fólk fundið sér málefni sem höfðar til þeirra.“
Tengdar fréttir Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15 Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Olga hleypur fyrir krabbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Kolfinna Rán, tveggja ára dóttir Olgu Færseth og Pálínu Guðrúnu Bragadóttur, greindist með krabbamein í síðasta mánuði. 20. júlí 2015 22:15
Meistaraflokkur Víkings heitir sektarsjóðnum á Olgu Færseth í Reykjavíkurmaraþoninu Viktor Bjarki tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að sektarsjóður meistaraflokks karla í ár yrði áheit á Olgu Færseth sem hleypur til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um helgina. 19. ágúst 2015 16:03