Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Heimir Már Pétursson skrifar 25. ágúst 2015 20:03 Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur. Flóttamenn Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fjöldi flóttamanna í Evrópu gæti margfaldast á þessu ári miðað við árin á undan vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Afganistan og Líbíu. Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum segir að álagið eigi eftir aukast dragi ekki úr stríðsátökum í þessum löndum. Flóttamönnum hefur fjölgað gífurlega mikið í Evrópu á þessu ári. Ítalía og Grikkland eru að kikna undan álaginu þannig að Evrópusambandið hefur samþykkt áætlun um að dreifa fjöldanum á ríki bandalagsins. Rúmlega tvö þúsund manns hafa farist á Miðjarðarhafi en þúsundum hefur verið bjargað. Þetta er venjulegt fólk á flótta undan stríðsátökum og vesæld og í hópnum er mikill fjöldi barna.Thomas De Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands.Vísir/GettyÖfgamenn í Þýskalandi réðust á búðir flóttamanna Þannig fæddi ung móðir stúlkubarn á flóttanum um borð í þýsku varðskipi á Miðjarðarhafi í gær. Þýsk stjórnvöld reikna með að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum í ár samanborið við 250 þúsund í fyrra. Hópar hægri öfgamanna hefur ráðist á búðir flóttamanna í Þýskalandi að undanförnu og í dag var kveikt í íþróttahúsi í bænum Nauen í austurhluta landsins sem átti að hýsa 130 flóttamenn. Thomas De Maiziere innanríkisráðherra segir vilja Þjóðverja til að leggja flóttamönnum lið sé að aukast þótt ofbeldi gegn flóttamönnum hafi líka aukist. „Við erum slegin yfir þeim arásum sem hafa verið gerðar á flóttamenn og hælisleitendur og eru enn að eiga sér stað eins og í dæmin sýna gærkvöldi. En þeir sem standa að þessum árásum tilheyra ekki meirihluta Þjóðverja. Þeir eru ekki dæmigerðir Þjóðverjar,“ sagði De Maiziere þegar hann heimsótti Nauen í dag.Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi.Leita í öryggi og frið í EvrópuHvers vegna er þessi aukna ásókn til Evrópu núna?„Það eru náttúrlega í fyrsta lagi þessi miklu átök sem eru í Sýrlandi. Það eru líka aukin átök í Eritreu og í Afganistan. Þannig að almennir borgarar leggja á flótta og fara þá fyrst til nágrannaríkjanna. Oft fótgangandi yfir landamæri,“ segir Áshildur Linnet verkefnisstjóri hælisleitenda og flóttamanna Rauða Krossins á Íslandi. Þegar aðstæður í nágrannaríkinu séu síðan slæmar haldi fólk för sinni áfram uppeftir Evrópu oft á tíðum til að sameinast fjölskyldu og ástvinum sem farið hafi á undan því. Sýrlendingar fari gjarnan fyrst til Tyrklands og Líbanon en í síðarnefnda landinu sé í raun neyðarástand vegna fjölda flóttamanna. Til að mynda er talið að yfir sjö milljónir Sýrlendinga séu heimilislausar vegna átakanna þar. Nú þegar hafa 158 þúsund flóttamenn komið sjóleiðina frá Norður Afríku til Grikklands það sem af er þessu ári og um 90 þúsund til Ítalíu. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem komið hefur landleiðina. Í Líbíu er ástandið skelfilegt vegna borgarastyrjaldar. Mikill skortur er á mat og vatni í flóttamannabúðum í þessum löndum sem og í austur Evrópu og fólkið heldur því áfram för sinni. Ljóst er að álagið á eftir að aukast. „Á meðan flóttafólkið getur ekki snúið heim. Á meðan þessi átök eins og í Sýrlandi halda áfram og fólk getur ekki snúið til baka, þá mun álagið aukast. Og þegar nágrannalönd þessara ríkja eru ekki í stakk búin til að taka á móti þessum gríðarlega fjölda sem þangað leitar mun fólk halda áfram ferðinni til að koma sjálfu sér og börnum sínum í öruggt skjól,“ segir Áshildur.
Flóttamenn Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira