Rangt að sótt sé að gömlum húsum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 27. ágúst 2015 20:57 Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09
Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24