Nýr þingmaður Pírata vill setja leigusölum á Airbnb þrengri skorður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2015 10:17 Dæmi um íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur sem hægt er að leigja fyrir 25 þúsund krónur á nótt. Mynd af vefsíðu AirBnb Ásta Guðrún Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif aukin íbúðaleiga til ferðamanna hafi á samfélagið okkar. Hún telur að setja þurfi þrengri skorður. Markaðurinn sé mannanna verk og meðvitaðar ákvarðanir þurfi að taka um hvernig Íslendingar vilji að hann virki svo hann endi ekki með hruni. Ásta Guðrún segir í pistli á vefsíðu Kvennablaðsins að íhuga ætti hvort setja ætti sérstakar reglur um heimagistingu með hugmyndafræði deilihagkerfisins að leiðarljósi. Gera þurfi greinarmun á því að deila hlutum sín á milli og að leigja á kapetalískum forsendum. Með orðinu deilihagkerfi er átt við að nýta betur það sem þegar er til staðar. „Svona eins og að bjóða einum gesti í viðbót í jólamatinn þegar nóg er til eða að leigja vini bílinn sinn á meðan maður er í útlöndum.“Alls eru um 1100 íbúðir og herbergi til leigu í Reykjavík á AirBnb.vísir/vilhelmAirBnb og Uber Um 1100 íbúðir og herbergi bjóðast ferðamönnum til leigu í Reykjavík í gegnum vefsíðuna Airbnb. Stór hluti íbúðanna er leigður út án tilskilinna leyfa. Ásta Guðrún bendir á að hugmyndin um Airbnb sé sú að „venjulegt fólk geti haft smá aukapening upp úr því að leigja út frá sér þegar aðstæður leyfa.“ Deilihagkerfið hefur verið notað um Airbnb sem og leigubílaþjónustuna Uber. „Ef maður hinsvegar er alltaf að bjóða fólki í mat og rukkar fyrir eða leigir út bílinn fimm daga vikunnar, er það þá ennþá deilihagkerfi? Eða er það þá bara venjulegur kapítalismi?“ Hún minnir á þá galla sem fylgi Airbnb. Miklu munar hvort um sé að ræða einn gest á þriggja mánaða tímabili eða þrjá gesti á viku. „Gestagangur getur valdið ónæði. Ferðatöskur á hjólum, möguleg partí eða rifrildi og maður veit ekki hvað. Hvað um nágrannana? Þeir keyptu ekki eða leigðu íbúð vitandi það að íbúðin fyrir neðan yrði nýtt sem hótel, með tilheyrandi fyrirferð, mögulegu ónæði og ófyrirsjáanleika.“Ásta Guðrún Helgadóttir hefur verið að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis undanfarnar vikur.mynd/ástaGræða meira á leigu til ferðamanna Leigusali á Airbnb gæti, sé hann mjög virkur, haft um hálfa milljón króna upp úr krafsinu með leigu. Fæstir eru tilbúnir að greiða slíka leigu. Því er meiri gróði fólginn í því að leigja íbúðir út á Airbnb en að setja eignina í langtímaleigu. „Þetta getur haft í för með sér að leiguverð rís og framboð á leiguhúsnæði til langtímaleigu minnkar. Húsnæðisverð hækkar, því fjárfestar sjá sér hag í því að taka þátt í þessari bólu.“ Ásta Guðrún minir á að íbúa þurfi til að búa til menningu. Haldi þessi þróun áfram, íbúðir í miðbænum verða skipaðar ferðamönnum og verslunarrými nýtt undir lundabúðir og alþjóðlegar keðjur þá sé upp komin menningarkrísa. „Það er stutt í það að Reykjavík breytist úr „Top ten destinations you have to see before you die“ í að vera „Top ten destinations to avoid because it’s crowded with tourists.“Barcelona hefur hert reglur gagnvart AirBnb.Vísir/AFPBarcelona með góða lausn Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lagði fram frumvarp á síðasta þingi er átti að gera fólki auðveldara fyrir að leigja út húsnæði sitt innan vissra marka. Væri leigan hugsuð í skemmri tíma en átta vikur á ári þyrfti ekki að sækja um öll tilskilin leyfi. Frumvarpið fór ekki í gegn á afstöðnu þingi. Ásta Guðrún bendir á Barcelona sem dæmi um borg sem hafi lent í vanda vegna Airbnb en fundið ágæta lausn. Niðurstaðan varð að bannað væri að leigja út heilu íbúðirnar án leyfa. „Þar er leyfilegt að leigja út herbergi til ferðamanna til skamms tíma en með því skilyrði að eigandi íbúðarinnar sé heima á sama tíma og að auki má hann bara leigja út herbergið ákveðið lengi á hverju ári og þetta má ekki vera aðal tekjulind eigandans.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af því hvaða áhrif aukin íbúðaleiga til ferðamanna hafi á samfélagið okkar. Hún telur að setja þurfi þrengri skorður. Markaðurinn sé mannanna verk og meðvitaðar ákvarðanir þurfi að taka um hvernig Íslendingar vilji að hann virki svo hann endi ekki með hruni. Ásta Guðrún segir í pistli á vefsíðu Kvennablaðsins að íhuga ætti hvort setja ætti sérstakar reglur um heimagistingu með hugmyndafræði deilihagkerfisins að leiðarljósi. Gera þurfi greinarmun á því að deila hlutum sín á milli og að leigja á kapetalískum forsendum. Með orðinu deilihagkerfi er átt við að nýta betur það sem þegar er til staðar. „Svona eins og að bjóða einum gesti í viðbót í jólamatinn þegar nóg er til eða að leigja vini bílinn sinn á meðan maður er í útlöndum.“Alls eru um 1100 íbúðir og herbergi til leigu í Reykjavík á AirBnb.vísir/vilhelmAirBnb og Uber Um 1100 íbúðir og herbergi bjóðast ferðamönnum til leigu í Reykjavík í gegnum vefsíðuna Airbnb. Stór hluti íbúðanna er leigður út án tilskilinna leyfa. Ásta Guðrún bendir á að hugmyndin um Airbnb sé sú að „venjulegt fólk geti haft smá aukapening upp úr því að leigja út frá sér þegar aðstæður leyfa.“ Deilihagkerfið hefur verið notað um Airbnb sem og leigubílaþjónustuna Uber. „Ef maður hinsvegar er alltaf að bjóða fólki í mat og rukkar fyrir eða leigir út bílinn fimm daga vikunnar, er það þá ennþá deilihagkerfi? Eða er það þá bara venjulegur kapítalismi?“ Hún minnir á þá galla sem fylgi Airbnb. Miklu munar hvort um sé að ræða einn gest á þriggja mánaða tímabili eða þrjá gesti á viku. „Gestagangur getur valdið ónæði. Ferðatöskur á hjólum, möguleg partí eða rifrildi og maður veit ekki hvað. Hvað um nágrannana? Þeir keyptu ekki eða leigðu íbúð vitandi það að íbúðin fyrir neðan yrði nýtt sem hótel, með tilheyrandi fyrirferð, mögulegu ónæði og ófyrirsjáanleika.“Ásta Guðrún Helgadóttir hefur verið að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis undanfarnar vikur.mynd/ástaGræða meira á leigu til ferðamanna Leigusali á Airbnb gæti, sé hann mjög virkur, haft um hálfa milljón króna upp úr krafsinu með leigu. Fæstir eru tilbúnir að greiða slíka leigu. Því er meiri gróði fólginn í því að leigja íbúðir út á Airbnb en að setja eignina í langtímaleigu. „Þetta getur haft í för með sér að leiguverð rís og framboð á leiguhúsnæði til langtímaleigu minnkar. Húsnæðisverð hækkar, því fjárfestar sjá sér hag í því að taka þátt í þessari bólu.“ Ásta Guðrún minir á að íbúa þurfi til að búa til menningu. Haldi þessi þróun áfram, íbúðir í miðbænum verða skipaðar ferðamönnum og verslunarrými nýtt undir lundabúðir og alþjóðlegar keðjur þá sé upp komin menningarkrísa. „Það er stutt í það að Reykjavík breytist úr „Top ten destinations you have to see before you die“ í að vera „Top ten destinations to avoid because it’s crowded with tourists.“Barcelona hefur hert reglur gagnvart AirBnb.Vísir/AFPBarcelona með góða lausn Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lagði fram frumvarp á síðasta þingi er átti að gera fólki auðveldara fyrir að leigja út húsnæði sitt innan vissra marka. Væri leigan hugsuð í skemmri tíma en átta vikur á ári þyrfti ekki að sækja um öll tilskilin leyfi. Frumvarpið fór ekki í gegn á afstöðnu þingi. Ásta Guðrún bendir á Barcelona sem dæmi um borg sem hafi lent í vanda vegna Airbnb en fundið ágæta lausn. Niðurstaðan varð að bannað væri að leigja út heilu íbúðirnar án leyfa. „Þar er leyfilegt að leigja út herbergi til ferðamanna til skamms tíma en með því skilyrði að eigandi íbúðarinnar sé heima á sama tíma og að auki má hann bara leigja út herbergið ákveðið lengi á hverju ári og þetta má ekki vera aðal tekjulind eigandans.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00
Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45
Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30
Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52
Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30