Gunnar fær líklegast bara einn bardaga til viðbótar í ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Gunnar í bardaganum gegn Brandon Thatch. Vísir/Getty Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Sjá meira
Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00
Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40