Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Keflavík 3-3 | Keflvíkingar náðu í stig í Lautinni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2015 09:46 Vísir/anton Fylkir og Keflavík gerðu 3-3 í 16. umferð Pepsi deild karla í Lautinni í kvöld en fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Keflvíkingar náðu að jafna metin þegar lítið var eftir af leiknum og gestirnir héldu út. Keflvíkingar urði í raun að vinna þennan leik en liðið situr fast í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk fyrir Fylki. Leikurinn hófst einfaldlega með miklum látum og voru bæði lið í miklum sóknarham. Það tók botnliðið ekki nema fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og var þar á ferðinni Hólmar Örn Rúnarsson. Ingimundur Níels jafnaði fyrir Fylkismenn nokkrum mínútum síðar. Martin Hummervoll kom Keflvíkingum síðan aftur yfir eftir korters leik en Fylkismenn jöfnuðu aftur metin tveim mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason þrumaði boltanum í netið. Það liðu aftur aðeins tvær mínútur og þá gerði Albert Brynjar annað mark sitt. Staðan 3-2 fyrir heimamenn eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og fimm mörk í byrjun staðreynd. Fylkismenn fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar vörðust vel. Staðan var því 3-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið rólegri en Fylkismenn voru samt sem áður sterkari og stjórnuðu leiknum. Albert Brynjar Ingason misnotaði til að mynda vítaspyrnu þegar maður hélt að liðið væri að klára leikinn. Keflvíkingar aftur á móti neituðu að gefast upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. Þegar korter var eftir af leiknum var Martin Hummervoll, leikmaður Keflvíkingar, tekinn niður innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Magnús Þórir Matthíasson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, staðan 3-3. Fylkismenn fengu heldur betur færin til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og niðurstaðan 3-3 jafntefli. Evrópudraumur Fylkis varð í raun að engu í kvöld. Keflvíkingar hafa fengið tvö stig í síðustu tveimur leikjum sem er vissulega framför en það er bara ekki nóg. Liðið mun að öllum líkindum falla úr deildinni, nema það vinni restina af leikjunum. Hermann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonHermann: Sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki „Ég er ekki sáttur með þetta og allir þeir sem voru hér vita það að við sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þú verður bara að setja helvítis boltann í netið. Þetta var samt öðruvísi leikur en við erum vanir að spila, við erum oftast meira varnarsinnaðir en núna vildum við stýra leiknum og sýna að við getum skapað okkur færi.“ Hermann segist samt sem áður vera nokkuð sáttur með liðið að ná að skapa öll þessi marktækifæri. „Þessi leikur á bara að vera löngu frágenginn. Það er ýmislegt jákvætt, við lendum til að mynd tvisvar undir í leiknum og komum til baka.“ Hann segir að liðið hafi haldið róg sinni eftir að hafa lent undir í tvígang. „Við fengum ábyggilega þrjú þúsund hornspyrnur hér í kvöld og áttum að skora fleiri mörk.“Magnús Þórir tryggði Keflvíkingum stig.vísir/antonHaukur Ingi: Það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur „Þetta var mjög furðulegur fótboltaleikur og það eru mikil vonbrigði að fá aðeins eitt stig hér í kvöld, þetta var leikur sem við vildum ná í þrjú stig,“ segir Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Eitt stig gerir eitthvað fyrir okkur en við þurfum fleiri stig til að koma okkur nær því að bjarga okkur frá falli. Við vitum að það fækkar stigum í pottinum og það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur.“ Haukur segir að liðið hafi byrjað mjög vel. „Það hefur ekki gert oft áður í sumar að við komumst yfir og leiðum leik. Það sást að við kunnum það ekkert sérstaklega vel. Þetta var gríðarlega opinn leikur og Sindri var frábær í markinu hjá okkur og bjargaði því sennilega að við fórum heim með eitt stig.“vísir/antonvísir/antonvísir/antonvísir/vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Fylkir og Keflavík gerðu 3-3 í 16. umferð Pepsi deild karla í Lautinni í kvöld en fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Keflvíkingar náðu að jafna metin þegar lítið var eftir af leiknum og gestirnir héldu út. Keflvíkingar urði í raun að vinna þennan leik en liðið situr fast í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk fyrir Fylki. Leikurinn hófst einfaldlega með miklum látum og voru bæði lið í miklum sóknarham. Það tók botnliðið ekki nema fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og var þar á ferðinni Hólmar Örn Rúnarsson. Ingimundur Níels jafnaði fyrir Fylkismenn nokkrum mínútum síðar. Martin Hummervoll kom Keflvíkingum síðan aftur yfir eftir korters leik en Fylkismenn jöfnuðu aftur metin tveim mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason þrumaði boltanum í netið. Það liðu aftur aðeins tvær mínútur og þá gerði Albert Brynjar annað mark sitt. Staðan 3-2 fyrir heimamenn eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og fimm mörk í byrjun staðreynd. Fylkismenn fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar vörðust vel. Staðan var því 3-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið rólegri en Fylkismenn voru samt sem áður sterkari og stjórnuðu leiknum. Albert Brynjar Ingason misnotaði til að mynda vítaspyrnu þegar maður hélt að liðið væri að klára leikinn. Keflvíkingar aftur á móti neituðu að gefast upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. Þegar korter var eftir af leiknum var Martin Hummervoll, leikmaður Keflvíkingar, tekinn niður innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Magnús Þórir Matthíasson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, staðan 3-3. Fylkismenn fengu heldur betur færin til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og niðurstaðan 3-3 jafntefli. Evrópudraumur Fylkis varð í raun að engu í kvöld. Keflvíkingar hafa fengið tvö stig í síðustu tveimur leikjum sem er vissulega framför en það er bara ekki nóg. Liðið mun að öllum líkindum falla úr deildinni, nema það vinni restina af leikjunum. Hermann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonHermann: Sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki „Ég er ekki sáttur með þetta og allir þeir sem voru hér vita það að við sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þú verður bara að setja helvítis boltann í netið. Þetta var samt öðruvísi leikur en við erum vanir að spila, við erum oftast meira varnarsinnaðir en núna vildum við stýra leiknum og sýna að við getum skapað okkur færi.“ Hermann segist samt sem áður vera nokkuð sáttur með liðið að ná að skapa öll þessi marktækifæri. „Þessi leikur á bara að vera löngu frágenginn. Það er ýmislegt jákvætt, við lendum til að mynd tvisvar undir í leiknum og komum til baka.“ Hann segir að liðið hafi haldið róg sinni eftir að hafa lent undir í tvígang. „Við fengum ábyggilega þrjú þúsund hornspyrnur hér í kvöld og áttum að skora fleiri mörk.“Magnús Þórir tryggði Keflvíkingum stig.vísir/antonHaukur Ingi: Það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur „Þetta var mjög furðulegur fótboltaleikur og það eru mikil vonbrigði að fá aðeins eitt stig hér í kvöld, þetta var leikur sem við vildum ná í þrjú stig,“ segir Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Eitt stig gerir eitthvað fyrir okkur en við þurfum fleiri stig til að koma okkur nær því að bjarga okkur frá falli. Við vitum að það fækkar stigum í pottinum og það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur.“ Haukur segir að liðið hafi byrjað mjög vel. „Það hefur ekki gert oft áður í sumar að við komumst yfir og leiðum leik. Það sást að við kunnum það ekkert sérstaklega vel. Þetta var gríðarlega opinn leikur og Sindri var frábær í markinu hjá okkur og bjargaði því sennilega að við fórum heim með eitt stig.“vísir/antonvísir/antonvísir/antonvísir/vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira