Ferðamiðlun: Harmar að ferðamenn hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 15:02 Ferðamenn á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03