Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Fylkir 0-1 | Áætlun Hermanns gekk upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2015 22:00 Tómas Joð Þorsteinsson með Guðjón Pétur Lýðsson á eftir sér í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Breiðabliki mistókst að komast upp í annað sæti Pepsi-deildar karla er liðið varð að játa sig sigrað gegn Fylki, 1-0, á heimavelli. Albert Brynjar Ingason skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu eftir langa sendingu Hákons Inga Jónssonar. Fylkismenn lögðu höfuðáherslu á að verjast og beita skyndisóknum og löngum boltum fram. Sú áætlun gekk eftir.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kópavogi í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Blikar náðu að skapa sér nokkur færi í leiknum en heilt yfir náðu Fylkismenn að verjast með þéttum varnarleik, þó svo að Blikar hafi verið mun meira með boltann. Hermann Hreiðarsson hefur nú farið með Fylki á Kaplakrikavöll og Kópavogsvöll í fyrstu tveimur leikjum sínum og uppskorið fjögur stig. Blikar léku undan vindi í fyrri hálfleik en náði ekki að nýta sér það. Fylkismenn virtust sáttir við að leyfa þeim að bera upp boltann en verjast svo með kjafti og klóm í öftustu varnarlínu. Það besta sem Blikar fengu upp úr því í fyrri hálfleik voru örfá hálffæri, sjö hornspyrnur og nokkrar fyrirgjafir úr aukaspyrnum á miðjum vellinum. Ekkert bar árangur og Ólafur Íshólm í marki Fylkis þurfti sárasjaldan að taka almennilega á því. Að sama skapi voru gestirnir úr Árbænum duglegir að dúndra boltanum fram á þá Albert Brynjar og Ingimund í fremstu víglínu og vona það besta. Varnarmenn Blika áttu ekki í teljandi vandræðum með það framan af leik. En um miðjan fyrri hálfleikinn komst Fylkir í skyndisókn eftir að hafa hreinsað boltann frá marki eftir hornspyrnu Blika. Ingimundur Níels þvingaði Gunnleif til að verja boltann í horn með ágætu skoti en upp úr því kom langbesta færi fyrri hálfleiksins. Andrés Már Jóhannesson átti sendingu inn á teig og varnarmaðurinn Tonci Radovinkovic reis hæst og skallaði að marki. Gunnleifur varði glæsilega og bjargaði því að hans menn lentu undir í leiknum. Fylkismenn gekk einnig vel að skapa hættu með vindinn í bakið í síðari hálfleiknum, þó svo að enn væru Blikar mun meira með boltann. Gestirnir hótuðu með löngu sendingunum sínum og Ragnar Bragi Sveinsson var nálægt því að skora eftir eina slíka en missti sendingu Alberts Inga of langt frá sér. Blikar svöruðu með því að ógna meira í teig Fylkismanna en þeir höfðu gert áður en vörn Árbæinga, með Tonci Radovinkovic fremstan í flokki, átti ávallt svar á reiðum höndum. Mark Alberts Inga kom svo 20 mínútum fyrir leikslok en hann afgreiddi skot sitt afar vel - vippaði yfir Gunnleif sem var kominn of langt frá marki sínu. Blikar settu enn meira púður í sóknarleikinn eftir þetta. Damir fór fram til að skapa meiri ógn í teig gestanna en allt kom fyrir ekki. Vörn Fylkismanna var einfaldlega vandanum vaxin að þessu sinni, sem segir sitt um sóknarkraft Breiðabliks í leiknum. Það hefur verið mikið fjallað um sóknarvandræði Breiðabliks í sumar og áföllin hafa dunið yfir liðið, ekki síst utan vallar. Kristján Flóki Finnbogason átti að koma fyrir mót en hann hætti við. Þorsteinn Már Ragnarsson átti svo að koma í glugganum en hann hætti líka við, að því er virðist. Breiðablik er með stórhættulega bakverði og menn á köntunum sem hafa margsýnt í sumar hversu hættulegir þeir eru. En Blika skortir gæði inni í teignum - að minnsta kosti miðað við leikinn í kvöld. Fylkismenn leyfðu hættulegu mönnunum að koma en múruðu svo fyrir markið. Það verður ekki annað sagt um lið Fylkis að þeirra áætlun hafi gengið fullkomlega upp. Verjast vel og sækja með skyndisóknum og löngum boltum. Það virkar ekki gegn hverjum sem er en það gekk upp í kvöld.Jóhannes Karl gefur skipanir í leiknum í kvöld.vísir/andri marinóAlbert Brynjar: Agi og skipulag hjá okkur Albert Brynjar Ingason skoraði fallegt mark sem tryggði Fylki 1-0 sigur á Breiðabliki í kvöld. „Leikáætlunin gekk fullkomlega upp. Þetta var svipað upplegg og í leiknum gegn FH sem spilar svipaðan bolta og Breiðablik. Það gekk enn betur að fylgja því eftir í dag en þá,“ sagði Albert sem sagði að það hafi verið gott að vera með vindinn í bakið í seinni hálfleik þó svo að það hafi skipt sköpum. „Það er auðveldara að pressa upp völlinn þegar vindurinn hjálpar boltanum. En mér fannst báðir hálfleikir hjá okkur fínir.“ Hermann Hreiðarsson hefur skilað fjórum stigum í hús í fyrstu tveimur leikjum sínum með Fylki sem hafa báðir verið á erfiðum útivöllum. „Hann kemur inn með sýnar áherslur og vonandi er þetta það sem koma skal. Við höfum sýnt aga og skipulag og það er það sem við viljum gera. Það var líka leikgleði í okkur og það skein í gegn í dag.“Ellert Hreinsson gefur boltann í kvöld.vísir/andri marinóOliver: Allir sáu að við vorum betri „Allir áhorfendur sáu að við vorum betra liðið á vellinum í þessum leik,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, eftir tapið gegn Fylki í kvöld. „En það telur ekki í fótbolta að vera betri. Þeir skoruðu en við ekki og það er það sem telur. Við vorum betri í kvöld en getum samt gert mun betur.“ „Það var mikið af lélegum snertingum og sendingum hjá okkur. En þetta var bara einn leikur og ein hindrun hjá okkur. Við ætlum okkur að komast yfir hana og koma sterkari til baka í næsta leik.“ Hann segir að það hafi ekki vantað upp á meiri þunga í sóknarleik Breiðabliks. „Við vorum með bakverðina uppi og nánast alla nema mig og miðverðina. Mögulega þurfti meiri gæði til að klára færin eða skapa þau með síðustu sendingunni.“ „Okkur langaði upp í annað sætið og við erum ekki sáttir við að hafa ekki komist þangað. En við þurfum að rífa okkur upp og við ætlum ekki að dvelja við hluti sem við getum ekki stjórnað. Þessi leikur er bara búinn.“vísir/andri marinóHermann: Geggjað að koma inn í þennan hóp Hermann Hreiðarsson hefur farið afar vel af stað með Fylki og fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum - útileikjum gegn FH og Breiðabliki. „Við verðum að vera sáttir við þessa niðurstöðu en ég er fyrst og fremst ánægður með hvernig mínir menn hafa spilað og framlag þeirra í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hermann eftir leikinn í kvöld. Hann segir að leikskipulag hans hafi gengið vel upp í kvöld. „Við ætluðum í aðeins meiri hápressu en þeir voru klókir og leystu vel úr því. Blikar vita vel hvað þeir eru að gera enda með frábært lið.“ „Við þurftum því að vera þolinmóðir og þéttir - vinna saman og það gekk í raun upp hjá okkur.“ „Við áttum þessi stig skilið. Við fengum öll bestu færin og þetta er uppskera sem við áttum skilið.“ Hann segist ánægður með fyrstu dagana sína hjá Fylki. „Mér leið strax vel þegar ég kom inn í klefann. Maður fær bakteríu þegar maður byrjar að þjálfa og mér fannst geggjað að koma inn.“ „Það eru mikil gæði í þessum hópi hjá okkur. Strákanir eru miklir vinir og langflestir Árbæingar og Fylkismenn. Þeir vilja deyja fyrir klúbbinn og þegar þeir leggja allt í þetta skiptir engu máli gegn hverjum við spilum - við getum sótt stig alls staðar.“ Hann segir að nú taki við nýtt verkefni. „Þessir leikir hjálpa okkur því miður ekkert. Við getum byggt á þessu en við verðum að næsta leik öðruvísi upp enda á heimavelli. En ef vinnuframlagið verður svipað þá verð ég kátur. Við sjáum svo til hvort að stigin fylgja með.“Fyriliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson í leiknum í kvöld.vísir/andri marinóArnar: Ég ætla ekki að svara þessu Arnar Grétarsson var ósáttur við 1-0 tap sinna manna í Breiðabliki gegn Fylki í kvöld. Hann vildi ekki svara því hvort loforð hafi verið svikin þegar í ljós kom að KR-ingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson kæmi ekki til liðsins í júlíglugganum. „Ég er drullusvekktur og ég held að allir drengirnir séu það líka. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur upp í annað sæti deildarinnar en því miður voru allt of margir leikmenn að spila undir getu. Því fór sem fór.“ „Ég veit ekki hvað maður á að segja, svo ósáttur er ég. Við vorum miklu meira með boltann enda uppleggið hjá Fylki að liggja til baka og sækja hratt á okkur.“ „Það var blóðugt að bregðast ekki betur við því þegar við töpum boltanum framarlega en við gerum í kvöld. En þetta er búið og það er bara næsti leikur - hann er gegn KR og þar þurfa menn heldur betur að stíga upp og sækja þrjú stig.“ Hann segir að vandamálið sé ekki að sóknarmenn Breiðabliks hafi ekki staðið sig í stykkinu fremur en aðrir leikmenn liðsins. „Engan veginn. Það voru bara allt of margir í dag að spila undir pari og það vita þeir best sjálfir.“ „Við höfum skorað slatta af mörkum og ekki vandamál hjá okkur. Þetta hefði getað dottið okkar megin en markið hjá Alberti var algjör snilld og ekki af honum tekið. Ég er bara hundfúll.“ Arnar myndi þiggja að fá nýjan leikmann inn í glugganum í júlí til að styrkja hópinn, því neitar hann ekki. „Það er alltaf gott að vera með góðan hóp en við verðum að skoða hvað gerist - hvort einhver komi eða ekki breytir ekki öllu. Ef ekki þá getum við vel haldið áfram á þeim leikmönnum sem hafa skilað liðinu í þessa stöðu.“ Þorsteinn Már Ragnarsson hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik en KR tilkynnti í dag að hann yrði áfram í herbúðum KR-inga. „Ef þetta er niðurstaðan og maðurinn ætlar að vera í KR þá er það bara þannig. Við óskum honum bara alls hins besta. Svona er þetta bara og ekkert við því að segja. Maður verður að virða ákvarðanir leikmanna.“ Engin svikin loforð? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Breiðabliki mistókst að komast upp í annað sæti Pepsi-deildar karla er liðið varð að játa sig sigrað gegn Fylki, 1-0, á heimavelli. Albert Brynjar Ingason skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu eftir langa sendingu Hákons Inga Jónssonar. Fylkismenn lögðu höfuðáherslu á að verjast og beita skyndisóknum og löngum boltum fram. Sú áætlun gekk eftir.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kópavogi í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Blikar náðu að skapa sér nokkur færi í leiknum en heilt yfir náðu Fylkismenn að verjast með þéttum varnarleik, þó svo að Blikar hafi verið mun meira með boltann. Hermann Hreiðarsson hefur nú farið með Fylki á Kaplakrikavöll og Kópavogsvöll í fyrstu tveimur leikjum sínum og uppskorið fjögur stig. Blikar léku undan vindi í fyrri hálfleik en náði ekki að nýta sér það. Fylkismenn virtust sáttir við að leyfa þeim að bera upp boltann en verjast svo með kjafti og klóm í öftustu varnarlínu. Það besta sem Blikar fengu upp úr því í fyrri hálfleik voru örfá hálffæri, sjö hornspyrnur og nokkrar fyrirgjafir úr aukaspyrnum á miðjum vellinum. Ekkert bar árangur og Ólafur Íshólm í marki Fylkis þurfti sárasjaldan að taka almennilega á því. Að sama skapi voru gestirnir úr Árbænum duglegir að dúndra boltanum fram á þá Albert Brynjar og Ingimund í fremstu víglínu og vona það besta. Varnarmenn Blika áttu ekki í teljandi vandræðum með það framan af leik. En um miðjan fyrri hálfleikinn komst Fylkir í skyndisókn eftir að hafa hreinsað boltann frá marki eftir hornspyrnu Blika. Ingimundur Níels þvingaði Gunnleif til að verja boltann í horn með ágætu skoti en upp úr því kom langbesta færi fyrri hálfleiksins. Andrés Már Jóhannesson átti sendingu inn á teig og varnarmaðurinn Tonci Radovinkovic reis hæst og skallaði að marki. Gunnleifur varði glæsilega og bjargaði því að hans menn lentu undir í leiknum. Fylkismenn gekk einnig vel að skapa hættu með vindinn í bakið í síðari hálfleiknum, þó svo að enn væru Blikar mun meira með boltann. Gestirnir hótuðu með löngu sendingunum sínum og Ragnar Bragi Sveinsson var nálægt því að skora eftir eina slíka en missti sendingu Alberts Inga of langt frá sér. Blikar svöruðu með því að ógna meira í teig Fylkismanna en þeir höfðu gert áður en vörn Árbæinga, með Tonci Radovinkovic fremstan í flokki, átti ávallt svar á reiðum höndum. Mark Alberts Inga kom svo 20 mínútum fyrir leikslok en hann afgreiddi skot sitt afar vel - vippaði yfir Gunnleif sem var kominn of langt frá marki sínu. Blikar settu enn meira púður í sóknarleikinn eftir þetta. Damir fór fram til að skapa meiri ógn í teig gestanna en allt kom fyrir ekki. Vörn Fylkismanna var einfaldlega vandanum vaxin að þessu sinni, sem segir sitt um sóknarkraft Breiðabliks í leiknum. Það hefur verið mikið fjallað um sóknarvandræði Breiðabliks í sumar og áföllin hafa dunið yfir liðið, ekki síst utan vallar. Kristján Flóki Finnbogason átti að koma fyrir mót en hann hætti við. Þorsteinn Már Ragnarsson átti svo að koma í glugganum en hann hætti líka við, að því er virðist. Breiðablik er með stórhættulega bakverði og menn á köntunum sem hafa margsýnt í sumar hversu hættulegir þeir eru. En Blika skortir gæði inni í teignum - að minnsta kosti miðað við leikinn í kvöld. Fylkismenn leyfðu hættulegu mönnunum að koma en múruðu svo fyrir markið. Það verður ekki annað sagt um lið Fylkis að þeirra áætlun hafi gengið fullkomlega upp. Verjast vel og sækja með skyndisóknum og löngum boltum. Það virkar ekki gegn hverjum sem er en það gekk upp í kvöld.Jóhannes Karl gefur skipanir í leiknum í kvöld.vísir/andri marinóAlbert Brynjar: Agi og skipulag hjá okkur Albert Brynjar Ingason skoraði fallegt mark sem tryggði Fylki 1-0 sigur á Breiðabliki í kvöld. „Leikáætlunin gekk fullkomlega upp. Þetta var svipað upplegg og í leiknum gegn FH sem spilar svipaðan bolta og Breiðablik. Það gekk enn betur að fylgja því eftir í dag en þá,“ sagði Albert sem sagði að það hafi verið gott að vera með vindinn í bakið í seinni hálfleik þó svo að það hafi skipt sköpum. „Það er auðveldara að pressa upp völlinn þegar vindurinn hjálpar boltanum. En mér fannst báðir hálfleikir hjá okkur fínir.“ Hermann Hreiðarsson hefur skilað fjórum stigum í hús í fyrstu tveimur leikjum sínum með Fylki sem hafa báðir verið á erfiðum útivöllum. „Hann kemur inn með sýnar áherslur og vonandi er þetta það sem koma skal. Við höfum sýnt aga og skipulag og það er það sem við viljum gera. Það var líka leikgleði í okkur og það skein í gegn í dag.“Ellert Hreinsson gefur boltann í kvöld.vísir/andri marinóOliver: Allir sáu að við vorum betri „Allir áhorfendur sáu að við vorum betra liðið á vellinum í þessum leik,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, eftir tapið gegn Fylki í kvöld. „En það telur ekki í fótbolta að vera betri. Þeir skoruðu en við ekki og það er það sem telur. Við vorum betri í kvöld en getum samt gert mun betur.“ „Það var mikið af lélegum snertingum og sendingum hjá okkur. En þetta var bara einn leikur og ein hindrun hjá okkur. Við ætlum okkur að komast yfir hana og koma sterkari til baka í næsta leik.“ Hann segir að það hafi ekki vantað upp á meiri þunga í sóknarleik Breiðabliks. „Við vorum með bakverðina uppi og nánast alla nema mig og miðverðina. Mögulega þurfti meiri gæði til að klára færin eða skapa þau með síðustu sendingunni.“ „Okkur langaði upp í annað sætið og við erum ekki sáttir við að hafa ekki komist þangað. En við þurfum að rífa okkur upp og við ætlum ekki að dvelja við hluti sem við getum ekki stjórnað. Þessi leikur er bara búinn.“vísir/andri marinóHermann: Geggjað að koma inn í þennan hóp Hermann Hreiðarsson hefur farið afar vel af stað með Fylki og fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum - útileikjum gegn FH og Breiðabliki. „Við verðum að vera sáttir við þessa niðurstöðu en ég er fyrst og fremst ánægður með hvernig mínir menn hafa spilað og framlag þeirra í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hermann eftir leikinn í kvöld. Hann segir að leikskipulag hans hafi gengið vel upp í kvöld. „Við ætluðum í aðeins meiri hápressu en þeir voru klókir og leystu vel úr því. Blikar vita vel hvað þeir eru að gera enda með frábært lið.“ „Við þurftum því að vera þolinmóðir og þéttir - vinna saman og það gekk í raun upp hjá okkur.“ „Við áttum þessi stig skilið. Við fengum öll bestu færin og þetta er uppskera sem við áttum skilið.“ Hann segist ánægður með fyrstu dagana sína hjá Fylki. „Mér leið strax vel þegar ég kom inn í klefann. Maður fær bakteríu þegar maður byrjar að þjálfa og mér fannst geggjað að koma inn.“ „Það eru mikil gæði í þessum hópi hjá okkur. Strákanir eru miklir vinir og langflestir Árbæingar og Fylkismenn. Þeir vilja deyja fyrir klúbbinn og þegar þeir leggja allt í þetta skiptir engu máli gegn hverjum við spilum - við getum sótt stig alls staðar.“ Hann segir að nú taki við nýtt verkefni. „Þessir leikir hjálpa okkur því miður ekkert. Við getum byggt á þessu en við verðum að næsta leik öðruvísi upp enda á heimavelli. En ef vinnuframlagið verður svipað þá verð ég kátur. Við sjáum svo til hvort að stigin fylgja með.“Fyriliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson í leiknum í kvöld.vísir/andri marinóArnar: Ég ætla ekki að svara þessu Arnar Grétarsson var ósáttur við 1-0 tap sinna manna í Breiðabliki gegn Fylki í kvöld. Hann vildi ekki svara því hvort loforð hafi verið svikin þegar í ljós kom að KR-ingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson kæmi ekki til liðsins í júlíglugganum. „Ég er drullusvekktur og ég held að allir drengirnir séu það líka. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur upp í annað sæti deildarinnar en því miður voru allt of margir leikmenn að spila undir getu. Því fór sem fór.“ „Ég veit ekki hvað maður á að segja, svo ósáttur er ég. Við vorum miklu meira með boltann enda uppleggið hjá Fylki að liggja til baka og sækja hratt á okkur.“ „Það var blóðugt að bregðast ekki betur við því þegar við töpum boltanum framarlega en við gerum í kvöld. En þetta er búið og það er bara næsti leikur - hann er gegn KR og þar þurfa menn heldur betur að stíga upp og sækja þrjú stig.“ Hann segir að vandamálið sé ekki að sóknarmenn Breiðabliks hafi ekki staðið sig í stykkinu fremur en aðrir leikmenn liðsins. „Engan veginn. Það voru bara allt of margir í dag að spila undir pari og það vita þeir best sjálfir.“ „Við höfum skorað slatta af mörkum og ekki vandamál hjá okkur. Þetta hefði getað dottið okkar megin en markið hjá Alberti var algjör snilld og ekki af honum tekið. Ég er bara hundfúll.“ Arnar myndi þiggja að fá nýjan leikmann inn í glugganum í júlí til að styrkja hópinn, því neitar hann ekki. „Það er alltaf gott að vera með góðan hóp en við verðum að skoða hvað gerist - hvort einhver komi eða ekki breytir ekki öllu. Ef ekki þá getum við vel haldið áfram á þeim leikmönnum sem hafa skilað liðinu í þessa stöðu.“ Þorsteinn Már Ragnarsson hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik en KR tilkynnti í dag að hann yrði áfram í herbúðum KR-inga. „Ef þetta er niðurstaðan og maðurinn ætlar að vera í KR þá er það bara þannig. Við óskum honum bara alls hins besta. Svona er þetta bara og ekkert við því að segja. Maður verður að virða ákvarðanir leikmanna.“ Engin svikin loforð? „Ég ætla ekki að svara þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira