Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2025 16:19 Heiðar Snær Bjarnason fagnar hér draumahöggi sínu i dag. Skjámynd/RÚV Heiðar Snær Bjarnason átti líklegast högg dagsins á Íslandsmótinu í golfi sem stendur nú yfir á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Heiðar náði nefnilega að fara holu í höggi á sautjándu holunni. Hann var á þriðja hring mótsins og hann náði þessu draumahöggi sínu þegar Ríkissjónvarpið var að sýna högg hans í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Heiðar var búinn að fá tvo skolla í röð og alls átta skolla á hringnum þegar kom að næstsíðustu holu hringsins. Erfiður hringur en verður alltaf sætur í minningunni hjá honum eftir svona ógleymanlegt högg. Heiðar Snær er 21 árs gamall og úr Golfklúbbnum á Selfossi. Þetta er í þriðja sinn sem hann fer holu í höggi á ferlinum en hann notaði sexjárn. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega högg. Þarna, svona er þetta gert! Heiðar Snær Bjarnason með holu í höggi á 17. holu á Íslandsmótinu í golfi⛳ pic.twitter.com/ulonMYL62i— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 9, 2025 Heiðar var á átta yfir pari eftir ásinn sinn. Sautjánda holan er 187 metrar og par þrjú hola. Heiðar náði frábæru höggi á móti vindinum beint á holu og kúlan fór beint ofan. „Fullkomið högg,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, sem er að lýsa Íslandsmótinu i sjónvarpinu. „Aldrei spurning. Þvílíkt golfhögg hjá Heiðari Snæ,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, sem lýsir með honum. „Líklega er þetta í fyrsta sinn sem við sjáum holu í höggi í beinni útsendingu,“ sagði Jón Júlíus. „Hér fyrir neðan má sjá lýsingu á sautjándu holunni á heimasíðu klúbbsins. Hvaleyrarklettar Sjórinn tekur glaður á móti öllum boltum sem fara vinstra megin við flöt hér. Flötin er löng og hallar að sjónum þannig að miðið er á hægri helming flatarinnar og láta landslagið bera boltann að holu. Hér skiptir vindátt öllu máli og getur breytt kylfuvalinu talsvert á milli daga eftir hvaðan blæs. Flötin er um 45 metrar að lengd og því skiptir lengdarstjórnun í púttunum miklu máli hér. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Heiðar náði nefnilega að fara holu í höggi á sautjándu holunni. Hann var á þriðja hring mótsins og hann náði þessu draumahöggi sínu þegar Ríkissjónvarpið var að sýna högg hans í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Heiðar var búinn að fá tvo skolla í röð og alls átta skolla á hringnum þegar kom að næstsíðustu holu hringsins. Erfiður hringur en verður alltaf sætur í minningunni hjá honum eftir svona ógleymanlegt högg. Heiðar Snær er 21 árs gamall og úr Golfklúbbnum á Selfossi. Þetta er í þriðja sinn sem hann fer holu í höggi á ferlinum en hann notaði sexjárn. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega högg. Þarna, svona er þetta gert! Heiðar Snær Bjarnason með holu í höggi á 17. holu á Íslandsmótinu í golfi⛳ pic.twitter.com/ulonMYL62i— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 9, 2025 Heiðar var á átta yfir pari eftir ásinn sinn. Sautjánda holan er 187 metrar og par þrjú hola. Heiðar náði frábæru höggi á móti vindinum beint á holu og kúlan fór beint ofan. „Fullkomið högg,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, sem er að lýsa Íslandsmótinu i sjónvarpinu. „Aldrei spurning. Þvílíkt golfhögg hjá Heiðari Snæ,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, sem lýsir með honum. „Líklega er þetta í fyrsta sinn sem við sjáum holu í höggi í beinni útsendingu,“ sagði Jón Júlíus. „Hér fyrir neðan má sjá lýsingu á sautjándu holunni á heimasíðu klúbbsins. Hvaleyrarklettar Sjórinn tekur glaður á móti öllum boltum sem fara vinstra megin við flöt hér. Flötin er löng og hallar að sjónum þannig að miðið er á hægri helming flatarinnar og láta landslagið bera boltann að holu. Hér skiptir vindátt öllu máli og getur breytt kylfuvalinu talsvert á milli daga eftir hvaðan blæs. Flötin er um 45 metrar að lengd og því skiptir lengdarstjórnun í púttunum miklu máli hér.
Hvaleyrarklettar Sjórinn tekur glaður á móti öllum boltum sem fara vinstra megin við flöt hér. Flötin er löng og hallar að sjónum þannig að miðið er á hægri helming flatarinnar og láta landslagið bera boltann að holu. Hér skiptir vindátt öllu máli og getur breytt kylfuvalinu talsvert á milli daga eftir hvaðan blæs. Flötin er um 45 metrar að lengd og því skiptir lengdarstjórnun í púttunum miklu máli hér.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira