Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - Valur 0-1 | Valsmenn upp í 3. sætið Ingvi Þór Sæmundsson á Leiknisvelli skrifar 20. júlí 2015 23:15 Kristinn Ingi Halldórsson skoraði sigurmarkið í kvöld. Vísir/andri marinó "Það eru þessir leikir sem þarf að vinna," sagði glaðbeittur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við stjórnarmenn félagsins eftir 0-1 sigur á Leikni í Breiðholtinu, sama liði og Valsmenn töpuðu 0-3 fyrir í 1. umferð Pepsi-deildar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Valsmenn, sem léku án Thomasar Christensen og Hauks Páls Sigurðssonar í kvöld, hafa ekki tapað leik síðan 20. maí og eru komnir upp í 3. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og FH og aðeins tveimur stigum frá toppliði KR. Leiknismenn hafa hins vegar aðeins unnið einn leik frá sigrinum frækna gegn Val og eru komnir niður í fallsæti. Framundan eru 10 erfiðir leikir sem skera úr um það hvort Leiknir spilar í efstu deild að ári eða ekki. Leiknir spilaði ekki illa í kvöld en sóknarleikur liðsins var afar bitlaus og þeir sköpuðu sér varla færi í leiknum. Leiknismenn eru hins vegar alltaf erfiðir við að eiga og það fær ekkert lið neitt gefins hjá þeim. En Valsmenn mættu þeim í baráttunni og gáfu hvergi eftir í tæklingum og návígum sem er nauðsynlegt gegn Breiðhyltingum. Valsmenn sköpuðu sér s.s. ekki mikið sjálfir en nógu mikið til að skora mark. Það gerði Kristinn Ingi Halldórsson á 22. mínútu þegar hann setti boltann framhjá Eyjólfi Tómassyni úr vítateignum eftir að Patrick Pedersen komst upp að endamörkum vinstra megin og sendi boltann fyrir. Þetta var þriðja mark Kristins Inga í sumar. Tveimur mínútum síðar átti Orri Sigurður Ómarsson skot beint á Eyjólf eftir aukaspyrnu Einars Karls Ingvarssonar. Og á 26. mínútu var Sigurður Egill Lárusson hársbreidd frá því að koma Valsmönnum í 0-2 þegar hann vippaði boltanum skemmtilega yfir Eyjólf og, því miður fyrir hann, rétt yfir markið. Varnarleikur Vals var sterkur í leiknum og þeir pressuðu lið heimamanna skynsamlega. Gestirnir pressuðu Leiknismenn ekki út um allan völl en lokuðu þess í stað öllum sendingaleiðum út úr vörn heimamanna og settu góða pressu á leikmanninn með boltann á miðjunni. Fyrir vikið gekk Leiknismönnum illa að koma boltanum hratt upp völlinn og í þau fáu skipti sem það tókst nýttu þeir skyndisóknir sínar ekki nógu vel. Kristján Páll Jónsson komst nokkrum sinnum í góða stöðu á hægri kantinum en sendingar hans fyrir markið voru ekki nógu góðar. Þótt það hafi ekki mikið verið talað um það sakna Leiknismenn Vigfúsar Arnars Jósepssonar sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Vigfús var Leiknisliðinu afar mikilvægur; yfirvegaður, taktískt góður og góður að koma boltanum í spil. Leiknir hefur ekki náð að fylla hans skarð eins og kom í ljós í þessum leik. Það munaði líka miklu um að Valsmenn höfðu góðar gætur á Hilmari Árna Halldórssyni, heilanum í spili Leiknis, en Andri Fannar Stefánsson, sem lék lengst af í hægri bakvarðarstöðunni hjá Val, á hrós skilið fyrir að halda Hilmari niðri í leiknum. Og þegar Hilmar er ekki með gerist lítið í sóknarleik Leiknis. Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill eins og sá fyrri. Leiknismenn reyndu af veikum mætti að sækja en varnarleikur Vals var sterkur. Gestirnir fengu svo besta færi seinni hálfleiks á 76. mínútu þegar Kristinn Freyr Sigurðsson laumaði boltanum inn fyrir Leiknisvörnina á Sigurð Egil en Eyjólfur var fljótur út á móti honum og varði vel. Kristinn Freyr hefur oft verið meira áberandi í sóknarleik Vals en í kvöld en hann hljóp og barðist fyrir allan peninginn. Leiknismenn fengu gott tækifæri til að skora í uppbótartíma eftir hornspyrnu Hilmars Árna en boltinn féll ekki fyrir þá í teignum. Nær komust þeir ekki og Valsmenn fögnuðu afar mikilvægum sigri.Freyr: Megum ekki gefa færi á okkur Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var að vonum óánægður með tapið á móti Val í 12. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. "Ég er mjög svekktur að fá ekkert út úr leiknum og hafa ekki spilað nógu góðan fyrri hálfleik," sagði Freyr eftir leikinn. Leiknismenn voru ekki beint lakari aðilinn í kvöld en töpuðu samt en það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar. Freyr segir að það sé grautfúlt að fá ekkert út úr þannig leikjum. "Það er þreytt, að vera ekki lakari aðilinn en fá ekkert út úr leiknum. Við þurfum að gera aðeins betur og spýta í lófana. "Við megum ekki gefa færi á okkur því við eigum í vandræðum með að skora. Þetta 0-1 tap svíður," sagði Freyr en hefur hann áhyggjur af bitleysi Leiknismanna í sóknarleiknum? "Já og nei, ég hef engar svakalegar áhyggjur af því en ég væri alveg til í að við ættum auðveldara með að leysa þröngar stöður og við gætum búið til mikið úr litlu. Það eigum í smá erfiðleikum með það en við vissum að við værum ekki að spila við neina pappakassa í þessari deild og við þurfum að þroskast hratt." Leiknismenn hafa oftar en ekki verið hættulegir í föstum leikatriðum en sú var ekki raunin í kvöld. "Föstu leikatriðin voru léleg í dag og við þurfum að gera betur á því sviði. Við þurfum að vera einbeittari og skarpari í hlaupum í föstum leikatriðum," sagði Freyr sem segir stöðuna erfiða, en Leiknir er kominn niður í fallsæti í fyrsta sinn í sumar. "Það er ekkert sérstakt áfall en auðvitað viljum við ekkert vera þar, það segir sig sjálft. Lykilatriðið er að við náum okkar markmiðum 3. október, þegar deildin klárast." Félagaskiptaglugginn opnaði á miðvikudaginn í síðustu viku og mörg lið hafa verið að fá nýja leikmenn til sín. Freyr á síður von á því að Leiknir styrki sig í glugganum. "Ég veit það ekki. Við þurfum á leikmanni að halda sem getur styrkt liðið en þeir leikmenn kosta flestir peninga og ég sé lítið í spilunum að við getum styrkt liðið okkar með einhverjum frábærum leikmanni," sagði Freyr að endingu.Ólafur: Viljum styrkja okkur "Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Þetta var mikill slagur eins og við bjuggumst við en við mættum þeim í baráttunni og unnum góðan sigur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 0-1 sigur hans manna á Leikni í kvöld. Valsmenn steinlágu sem frægt er orðið gegn Leikni í 1.umferð Pepsi-deildarinnar en hvað hefur breyst frá þeim leik? "Við vorum tilbúnir að berjast á móti þeim þegar báðir hálfleikarnir byrjuðu og þú þarft að gera það á móti Leikni," sagði Ólafur sem var ánægður með varnarleik Vals í kvöld. "Við urðum fyrir áfalli fyrir leik þegar við misstum bæði Thomas (Christensen) og Hauk (Pál Sigurðsson) en við erum með ágætis breidd í okkar hóp og þeir sem komu inn í liðið skiluðu sínu 100%," sagði Ólafur sem vonar að Thomas og Haukur verði orðnir tilbúnir fyrir næsta leik. Valsmönnum hefur gengið allt í haginn eftir tapið á móti Leikni í 1. umferðinni og eru nú komnir upp í 3. sæti deildarinnar. Ólafur kveðst sáttur með gengið og framfarirnar sem Valsliðið hefur sýnt í sumar en er þó enn með báða fætur á jörðinni. "Við höldum bara áfram að ná okkur í stig og þau þrjú sem við náðum í í dag voru mjög mikilvæg og vonandi höldum við áfram á sömu braut." Félagaskiptaglugginn opnaði í síðustu viku en Ólafur segir að Valsmenn ætli að reyna að styrkja lið sitt áður en hann lokar. "Við erum að skoða málin og það gætu dottið inn 1-3 leikmenn en það er erfitt að finna góða leikmenn. Við erum með sterkan og góðan hóp en við viljum styrkja okkur aðeins og erum að leita," sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
"Það eru þessir leikir sem þarf að vinna," sagði glaðbeittur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við stjórnarmenn félagsins eftir 0-1 sigur á Leikni í Breiðholtinu, sama liði og Valsmenn töpuðu 0-3 fyrir í 1. umferð Pepsi-deildar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Valsmenn, sem léku án Thomasar Christensen og Hauks Páls Sigurðssonar í kvöld, hafa ekki tapað leik síðan 20. maí og eru komnir upp í 3. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og FH og aðeins tveimur stigum frá toppliði KR. Leiknismenn hafa hins vegar aðeins unnið einn leik frá sigrinum frækna gegn Val og eru komnir niður í fallsæti. Framundan eru 10 erfiðir leikir sem skera úr um það hvort Leiknir spilar í efstu deild að ári eða ekki. Leiknir spilaði ekki illa í kvöld en sóknarleikur liðsins var afar bitlaus og þeir sköpuðu sér varla færi í leiknum. Leiknismenn eru hins vegar alltaf erfiðir við að eiga og það fær ekkert lið neitt gefins hjá þeim. En Valsmenn mættu þeim í baráttunni og gáfu hvergi eftir í tæklingum og návígum sem er nauðsynlegt gegn Breiðhyltingum. Valsmenn sköpuðu sér s.s. ekki mikið sjálfir en nógu mikið til að skora mark. Það gerði Kristinn Ingi Halldórsson á 22. mínútu þegar hann setti boltann framhjá Eyjólfi Tómassyni úr vítateignum eftir að Patrick Pedersen komst upp að endamörkum vinstra megin og sendi boltann fyrir. Þetta var þriðja mark Kristins Inga í sumar. Tveimur mínútum síðar átti Orri Sigurður Ómarsson skot beint á Eyjólf eftir aukaspyrnu Einars Karls Ingvarssonar. Og á 26. mínútu var Sigurður Egill Lárusson hársbreidd frá því að koma Valsmönnum í 0-2 þegar hann vippaði boltanum skemmtilega yfir Eyjólf og, því miður fyrir hann, rétt yfir markið. Varnarleikur Vals var sterkur í leiknum og þeir pressuðu lið heimamanna skynsamlega. Gestirnir pressuðu Leiknismenn ekki út um allan völl en lokuðu þess í stað öllum sendingaleiðum út úr vörn heimamanna og settu góða pressu á leikmanninn með boltann á miðjunni. Fyrir vikið gekk Leiknismönnum illa að koma boltanum hratt upp völlinn og í þau fáu skipti sem það tókst nýttu þeir skyndisóknir sínar ekki nógu vel. Kristján Páll Jónsson komst nokkrum sinnum í góða stöðu á hægri kantinum en sendingar hans fyrir markið voru ekki nógu góðar. Þótt það hafi ekki mikið verið talað um það sakna Leiknismenn Vigfúsar Arnars Jósepssonar sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Vigfús var Leiknisliðinu afar mikilvægur; yfirvegaður, taktískt góður og góður að koma boltanum í spil. Leiknir hefur ekki náð að fylla hans skarð eins og kom í ljós í þessum leik. Það munaði líka miklu um að Valsmenn höfðu góðar gætur á Hilmari Árna Halldórssyni, heilanum í spili Leiknis, en Andri Fannar Stefánsson, sem lék lengst af í hægri bakvarðarstöðunni hjá Val, á hrós skilið fyrir að halda Hilmari niðri í leiknum. Og þegar Hilmar er ekki með gerist lítið í sóknarleik Leiknis. Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill eins og sá fyrri. Leiknismenn reyndu af veikum mætti að sækja en varnarleikur Vals var sterkur. Gestirnir fengu svo besta færi seinni hálfleiks á 76. mínútu þegar Kristinn Freyr Sigurðsson laumaði boltanum inn fyrir Leiknisvörnina á Sigurð Egil en Eyjólfur var fljótur út á móti honum og varði vel. Kristinn Freyr hefur oft verið meira áberandi í sóknarleik Vals en í kvöld en hann hljóp og barðist fyrir allan peninginn. Leiknismenn fengu gott tækifæri til að skora í uppbótartíma eftir hornspyrnu Hilmars Árna en boltinn féll ekki fyrir þá í teignum. Nær komust þeir ekki og Valsmenn fögnuðu afar mikilvægum sigri.Freyr: Megum ekki gefa færi á okkur Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var að vonum óánægður með tapið á móti Val í 12. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. "Ég er mjög svekktur að fá ekkert út úr leiknum og hafa ekki spilað nógu góðan fyrri hálfleik," sagði Freyr eftir leikinn. Leiknismenn voru ekki beint lakari aðilinn í kvöld en töpuðu samt en það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar. Freyr segir að það sé grautfúlt að fá ekkert út úr þannig leikjum. "Það er þreytt, að vera ekki lakari aðilinn en fá ekkert út úr leiknum. Við þurfum að gera aðeins betur og spýta í lófana. "Við megum ekki gefa færi á okkur því við eigum í vandræðum með að skora. Þetta 0-1 tap svíður," sagði Freyr en hefur hann áhyggjur af bitleysi Leiknismanna í sóknarleiknum? "Já og nei, ég hef engar svakalegar áhyggjur af því en ég væri alveg til í að við ættum auðveldara með að leysa þröngar stöður og við gætum búið til mikið úr litlu. Það eigum í smá erfiðleikum með það en við vissum að við værum ekki að spila við neina pappakassa í þessari deild og við þurfum að þroskast hratt." Leiknismenn hafa oftar en ekki verið hættulegir í föstum leikatriðum en sú var ekki raunin í kvöld. "Föstu leikatriðin voru léleg í dag og við þurfum að gera betur á því sviði. Við þurfum að vera einbeittari og skarpari í hlaupum í föstum leikatriðum," sagði Freyr sem segir stöðuna erfiða, en Leiknir er kominn niður í fallsæti í fyrsta sinn í sumar. "Það er ekkert sérstakt áfall en auðvitað viljum við ekkert vera þar, það segir sig sjálft. Lykilatriðið er að við náum okkar markmiðum 3. október, þegar deildin klárast." Félagaskiptaglugginn opnaði á miðvikudaginn í síðustu viku og mörg lið hafa verið að fá nýja leikmenn til sín. Freyr á síður von á því að Leiknir styrki sig í glugganum. "Ég veit það ekki. Við þurfum á leikmanni að halda sem getur styrkt liðið en þeir leikmenn kosta flestir peninga og ég sé lítið í spilunum að við getum styrkt liðið okkar með einhverjum frábærum leikmanni," sagði Freyr að endingu.Ólafur: Viljum styrkja okkur "Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Þetta var mikill slagur eins og við bjuggumst við en við mættum þeim í baráttunni og unnum góðan sigur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 0-1 sigur hans manna á Leikni í kvöld. Valsmenn steinlágu sem frægt er orðið gegn Leikni í 1.umferð Pepsi-deildarinnar en hvað hefur breyst frá þeim leik? "Við vorum tilbúnir að berjast á móti þeim þegar báðir hálfleikarnir byrjuðu og þú þarft að gera það á móti Leikni," sagði Ólafur sem var ánægður með varnarleik Vals í kvöld. "Við urðum fyrir áfalli fyrir leik þegar við misstum bæði Thomas (Christensen) og Hauk (Pál Sigurðsson) en við erum með ágætis breidd í okkar hóp og þeir sem komu inn í liðið skiluðu sínu 100%," sagði Ólafur sem vonar að Thomas og Haukur verði orðnir tilbúnir fyrir næsta leik. Valsmönnum hefur gengið allt í haginn eftir tapið á móti Leikni í 1. umferðinni og eru nú komnir upp í 3. sæti deildarinnar. Ólafur kveðst sáttur með gengið og framfarirnar sem Valsliðið hefur sýnt í sumar en er þó enn með báða fætur á jörðinni. "Við höldum bara áfram að ná okkur í stig og þau þrjú sem við náðum í í dag voru mjög mikilvæg og vonandi höldum við áfram á sömu braut." Félagaskiptaglugginn opnaði í síðustu viku en Ólafur segir að Valsmenn ætli að reyna að styrkja lið sitt áður en hann lokar. "Við erum að skoða málin og það gætu dottið inn 1-3 leikmenn en það er erfitt að finna góða leikmenn. Við erum með sterkan og góðan hóp en við viljum styrkja okkur aðeins og erum að leita," sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira