Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 15:30 Í greinargerð sálfræðings konunnar kemur fram að hún sé stöðugt hrædd eftir árásina og óttist um líf sitt. vísir/getty Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira