Hermann: Héldum að við værum betri en við erum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. júlí 2015 22:19 Vísir/Valli „Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-0 tap fyrir Fjölni í kvöld. Fylkir hafði fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Hermanns en fékk á baukinn á heimavelli í kvöld. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
„Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-0 tap fyrir Fjölni í kvöld. Fylkir hafði fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Hermanns en fékk á baukinn á heimavelli í kvöld. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01