Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2025 07:00 Víða er boðið upp á bjór til sölu á íþróttaleikjum hér á landi, eins og á fleiri menningarviðburðum, og skilar það íþróttafélögunum umtalsverðum tekjum. vísir/Arnar Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel. Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Sjá meira
Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel.
Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Sjá meira
Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30