Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2025 07:00 Víða er boðið upp á bjór til sölu á íþróttaleikjum hér á landi, eins og á fleiri menningarviðburðum, og skilar það íþróttafélögunum umtalsverðum tekjum. vísir/Arnar Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel. Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sjá meira
Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel.
Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sjá meira
Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30