Upprifjun: Hornspyrnur KR-inga voru banabiti Blika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 14:15 KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45
Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00