Upprifjun: Hornspyrnur KR-inga voru banabiti Blika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2015 14:15 KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í stórleik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar en með sigri minnka Blikar forskot KR-inga á toppnum niður í eitt stig. Vinni KR-ingar hins vegar ná þeir fimm stiga forskoti á toppnum. Þessi sömu lið mættust í eftirminnilegum leik á KR-vellinum í 12. umferð 2011. Blikar voru ríkjandi Íslandsmeistarar á þeim tíma en þeir unnu titilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins 2010. Titilvörn þeirra grænklæddu var þó ekki merkileg og þeir voru í 5. sæti þegar að leiknum við KR kom, níu stigum á eftir KR-ingum sem sátu ósigraðir í toppsætinu. Og KR-ingar sýndu mátt sinn og megin gegn Breiðabliki. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik en öll mörkin komu eftir hornspyrnur. Guðjón Baldvinsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar, núverandi þjálfara KR, í kjölfar hornspyrnu. Á 27. mínútu kom Skúli Jón Friðgeirsson KR í 2-0 með skoti rétt fyrir utan markteig eftir hornspyrnu Bjarna og sendingu Baldurs Sigurðssonar. Óskar Örn Hauksson skoraði svo beint úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, missti boltann klaufalega inn fyrir línuna. Kjartan Henry Finnbogason tryggði svo KR endanlega sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu. Kjartan var markahæsti leikmaður KR þetta sumarið en hann skoraði 12 mörk í deildinni. KR-ingar tryggðu sér 25. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 3-2 sigri á Fylki í næstsíðustu umferð en þeir urðu einnig bikarmeistarar eftir 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik. Breiðablik bjargaði sér hins vegar frá falli með sigri á Þór í næstsíðustu umferðinni. Blikar enduðu tímabilið í 6. sæti, 20 stigum á eftir meisturum KR.Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 í kvöld. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en auk þess verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45 Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28 Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Breiðablik 0-0 | Stál í stál í vesturbænum KR og Breiðablik skildu jöfn í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn en ekkert mark kom þó. 27. júlí 2015 22:45
Arnar um Glenn: Duttum í lukkupottinn Arnar Grétarsson er ánægður með nýjasta liðsmann Breiðabliks. 27. júlí 2015 12:28
Óskar: Sameiginleg ákvörðun stjórnar og leikmanns Jonathan Glenn sá ekki fram á að fá margar mínútur það sem eftir lifir sumars og óskaði því eftir að komast frá félaginu að sögn formanns knattspyrnudeildar ÍBV. 27. júlí 2015 10:00